ragga tagga

Saturday, August 28, 2004

Síðasti dagurinn

Þá er komið að síðasta deginum í vinnunni. Það er svo sem ágætt þar sem maður er kominn með svolítinn leiða eftir sumarið. Fæ meira að segja að hætt fyrr síðasta daginn ( hvað er ekki gert fyrir mann). En Gummi og Kata fóru í gær til að vera í skýrnarveislu hjá stelpunni hennar Sirrýar þannig að ég var alein heim. Vona að ég hafi munað eftir mestu af dótinu mínu, Gummi minn annars kemuru bara með það einhvern tímann í sveitina eað leigir það bara með húsinu ;) Gráni minn býður bara fyrir utan tilbúinn að leggja í hann á AK. Atli var að vísu að senda mér sms um það að hann væri búinn að læsa sig úti þannig að ég er ekki alveg ákveðin hvort að ég eigi að fara...annars fæ ég bara að kúra í sófanum hjá Gunnhildi. Já svo á að taka heldur betur á því í kvöld þar sem þetta verður mitt síðasta djamm á þessu landi í 3 mánuði. En ætla að fara að geta eitthvað gáfulegt, eins og til dæmis vinna en næsta blogg verður alla vega ekki skrifað á Eg. Takk takk fyrir sumarið allir á 118 og fjölskyldan mín í Einbúablánni.

Monday, August 23, 2004

Varúð

Vil bara vara við því að þeir sem tala við mömmu eða pabba um hvert ég er að fara ættu ekki að taka mikið mark á þeim. Þóra frænka spurði þau um daginn og pabbi sagði að ég væri að fara til Suður-Afríku og mamma alveg nei nei Ragnar hvaða rugl er þetta í þér, hún er að fara til Porto Rico!! HALLÓ, fyrir þá sem vita það ekki þá er ég að fara til Costa Rica, mamma má eiga það að hún var nær. En mér finnst að þau ættu nú að vita þetta, hafa það á hreinu hvert dýrmætasta barnið er að fara ;) 16 daga í brottför. Vil svo bara minna á að ég á afmæli þegar ég er úti þannig að þið þurfið að fara að huga að afmælisgjöfum.

Sunday, August 22, 2004

Takk Ragnhildur

Ég slepp úr vinnunni 28 águst í staðinn fyrir 31 eins og ég átti að gera þökk sé Ragnhildi sem skipti við mig á 2 dögum. Stefnt er á að bruna á Ak um kvöldið 28 og vera fram á 2 og fara þá í síðustu sprautuna. Þá verður farið í sveitina og verið þar í einhverja daga. Síðan er bara að koma sér suður 6 eða 7 og eru allar uppástungur um hvernig ég á að komast suður vel þegnar. Verð að segja að það var mjög skrítið að koma heim eftir vinnu í gær. Það er búið að vera svo mikið af fólki hjá okkur og svo í gær þá var enginn heim, nánast enginn húsgögn, ekki sjónvarp, ekkert útvarp= ekkert hljóð. Þetta var alveg ótrúlega furðulegt. Gummi kom svo með kjúttling því að það var ekkert til að borða. Fengum okkur svo einn kaldann eftir matinn og sátum inní stofu, alveg ótrúlega afslappað. Ætla að reyna að stenda mig betur á eftir og elda handa honum Gumma og að sjálfsögðu verður það pulsur og bakaðar baunir(hugsa samt að hann verði búinn að borða hjá mömmu sinni ef ég þekki hann rétt)! Það eru bara 18 dagar þanngað til að ég fer út, og ég get ekki setið kyrr!!

Thursday, August 19, 2004

Stór-fjölskylda

Það munar ekki um magnið af fólki sem hefur safnast saman heim hjá okkur í Einbúablánni. Atli er komin, Sunna í fríi og svo kom Þóra frænka í heimsókn með Andreas kærastan sinn. Við vorum sum sé 9 ef allir eru taldir með. Skelltum okkur á hjólabátana í Atlavík og auðvitað endaði það í því að reyna að bleyta hina sem mest. Fór svo á næturvakt og það var minna en ekkert að gera, en stóð mig samt vel í því að borða nammi og hanga á netinu ;) Það fækkaði samt um 3 í morgun ( Sunna, Þóra og Andreas fóru) og Gréta, Emí, Atli og Tóti fara um helgina sem gerir að við Gummi verðum ein eftir hummm.... En það eru 20 dagar í að ég fari út og ég næ varla andanum af spenningi, þarf endilega að fara að koma mér í apotekið og kaupa skitulyf og fleira nytsamlegt. ta ta

Monday, August 16, 2004

Gleymdi einu

Ég gleymdi því mikilvægasta... það eru 23 dagar þanngað ég fer út, það er að segja 23 dagar þanngað til að ég fer til New York og 26 dagar þanngað til að ég fer til Costa Rica!!

Vúhú

ég held að ég hafi geta lagað kommenta-kerfið, þannig að allir að kommenta núna (helst eitthvað jákvætt og fallegt um mig ;) )

Nú er allt breytt

Nú er gógentíðin búin og orðið kalt aftur. Ekki það að það sé kominn svona vetrarkuldi heldur bara svona sumarkuldi eins og var áður en hitabylgjan kom en ég er samt sem áður um það bil að drepast úr kulda hérna og þá sér í lagi á puttunum. Kom með þá kenningu áðan að ég ætti bara að borða meira nammi svo að ég hafi öflugri einangrun. Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Var í langir fríhelgi og fékk það verkefni á fös að mála hurðina sem var svo sem í lagi. Svo kom á daginn maður er í svo skelfilegu form að stelpa fékk strengi af því að sitja svona lengi á löppunum á mér, gríðarlega framistaða þar. Svo var bara legið í sólbaði og reynt að brenna aðeins meira. Á laug fórum við Gréta og Emí að horfa á bylgju-lestina. Þetta var voðalega mikið stuð og Emí djöflaðist þarna í einhverjum hoppiköstulum. Í eitt skiptið var hún látin býða og ég spurði hvort að hún mætti ekki fara núna, þá sagði kallinn að það væri betra ef VIÐ færum með næsta hóp. Hann hét að ÉG ætlaði með! Við Emí skelltum okkur svo upp í Möðrudal að heilsa upp á Sunnu. Máluðum þar gríðarlega fallegar myndir af Herðubreið og fórum svo bara heim aftur því að við nenntum ekki að býða eftir grillinu. Vorum almennilega húsmæður í okkur og pönntuðum bara pizzu. Ingimar vinnufélagi kom svo og við drukkum bjór og horfðum á sjónvarpið. Svo var farið og undir búa sig undir ball með öllu tilheyrandi og þegar Gréta kom á skelltum við okkur yfir þar sem Gummi og Kata voru í patrý. Fengum diska og fínerí þar og Ingimar fékk líka viðurnefni Nína. Ballið var svo bara hrein snilld, eins og alltaf þegar sveitt og brjálað fólk er að nuddast utan í hvort annað!! Ég og Kata löbbuðum svo á undan hinum heim svo að við gætum borðað restina af pizzunni..ummuummm. Maður var svo druslulegri en allt á sunn en degin var bjargað þegar ástin mín hann Gráni kom heim og ekki var verra að hann kom með kærastann minn með sér. Svo kom Sunna líka niður af fjöllum þannig að það er bara fjölmennt hjá okkur. Kata er svo að fara að yfirgefa okkur, hvernig eigum við að komast á húsmóðurinnar?? En alla vega við eigum eftir að sakna hennar. En komi tími til að gera eitthvað gáfulegt, þetta er komið gott í bili.

Wednesday, August 11, 2004

Úff

Því líkur hiti! Þessu er maður nú ekki vanur hérna á klakanum. En annars er bara allt gott að frétta, Atli kom óvænt í heimsókn á sunn með flugi til að vera í 6 tíma, svona er maður ómissandi ;). En það er búin að vera hitabylgja hérna síðust daga og það er nú ekki mjög gott fyrir manneskju eins og mig sem verður ekki brún heldur bara ógurlega frekknótt og svo sólbrennd! sum sé ekki fallegt. Fór með hetjunni honum bróður mínum að horfa á krakka stökkva í Eyvindaána í gær. Þear við vorum búin að vera í svolitla stund þá fór honum að langa að stökkva því að hann vissi að ég og Sunna sys erum búnar að stökkva þarna og hann mátti nú ekki vera minni maður. Hann staulaðist svo niður til að finna hvað vatnið væri kalt og það tók nú sinn tíma. Þegar hann var loksins búinn að því þá tók nú enn lengri tíma að þora að stökva fram af litla klettinum. Þegar ég sagði honum að við hefðum stokkið fram af stóra klettinum og brúnni á varð hann nú að gera það líka. Ég var ekki viss um að ég ætti nokkurn tíman eftir að sjá fólkið aftur sem ég bý með því að ég myndi drepast úr elli meðan ég var að býða eftir að hann hefði sig framaf. Þá hélt ég að þetta væri nú búið en nei hann vildi endilega fara fram af brúnni líka! Hann ætlaði að fara og svo hætti hann við, og svo ætlaði hann að fara og svo hætti hann við. Svona gekk þetta í heillangan tíma. Hann var meira að segja búinn að lofa að stökkva á eftir Hjördísi ef hún myndi stökkva og sveik það svo að sjálfsögðu. Á endanum hafðist þetta svo rétt fyrir miðnætti, eða svona því sem næst. Svo var að sjálfsögðu vakna í morgun og skriðið út í sólbað, en eftir að ég fór að vera fyrir aðkasti fá vörubílstjórum sem voru að keyra framhjá þá ákvað ég að fara í sund með stelpunum þar sem væri eðlilegra að liggja fáklæddur. Þar var djöflast og var ég meðal annars að reyna að kenna Emí á brimbretti (ekki það að ég kunni á það en það er hugurinn sem skiptir máli). Svo fórum við bara og fegnum okkur ís áður en ég færi í vinnuna. En manneskja dagsins er Kata frænka, þar sem hún gaf mér köku og bjór á kaffi Nilsen í kvöldmatinn. Þetta bjargaði algerlega þessum degi og sólbrunanum sem ég náði mér í. Nú er ég búin að vera svo glöð við alla sem hringja í mig, meira segja þá sem eru bara með leiðindi.

Monday, August 09, 2004

Framhald

Já eins og áður hefur komið fram þá var þetta alveg snilldar patrý. Á Laug var svo bara legið í leti heim hjá mér þar sem gömlu voru ekki heima. Stauluðumst svo á barinn upp úr hádegi (ekki seinna vænna) og fengum þynnku-pizzu. Svo var bara haldi heim á leið aftur og legið í meiri leti. Ég keyrði svo á móti Atla seinni partinn og hann kom með meðlæti fyrir grillið sem var búið að ákveð að hafa um kvöldið. Annað hvort hefur Atli verið svona gríðarlega svangur þegar hann verslaði inn eða þá að hann heldur að við étum á við 3 hvert okkar, svo mikið af mat keypti hann. 'A sunnud. var svo brúðkaupið sjálf og var Hildur ekkert smá flott í kjólnum. Við vorum bara útí bíl á meðan athöfnin var vegna þess að kirkjan er nú ekki stór. En við gátum hlustað á messuna í útvarpinu, þó með herkjum því að ég er nokkuð viss um að hátalarinn inn er sprunginn og brakaði og ískraði þess vegna svo vel í honum. Svo var farið upp í dal stuttu eftir athöfnina og borðað, sungið, borðað, haldið ræður, borðað og svo var ball í lokinn sem var alveg hörku stuð á. Alla vega þá tókst þetta allt saman alveg ótrúlega vel, til hamingju Siggi og Hildur (ekki það að þau viti að þessu síða sé til).
Svo var brunað heim á mán þar sem ég átti að fara að vinna kl 12. Svo gerðist nú ekki mikið þá vikuna. Skellti mér svo bara til Ak á miðvikudagskvöldið og kom Atla mínum að óvörum. Var þar fram á fös og keyrði á í sveitina, mætti mömmu minni á leiðinni og hún þekkti mig ekki! TAKK mamma. Ég og Stella fórum svo á eyrina um kvöldið og það var allt mjög rólegt þannig að við fórum bara snemma heim. Vaknaði svo 8 á laug morgunin til að keyra til Eg. Ójá svona er maður duglegur að þvælast.

Monday, August 02, 2004

Helgin búin

Þá er þessi verslunarmannahelgi búin og meira segja án teljandi stóráfalla hjá mér og mínum. Skellti mér heim í sveitina eftir að hafa látið lappa aðeins upp á Grána minn og getð þið hvað? Lét taka ein bolta sem heldur dekkinu (þrír eru miklu meira en nóg) þar sem Kata skrúfaði hann í klessu, og keypti 2 dekk. Að vísu ekki alveg ný en það er þó munstur í þeim annað en var á þeim sem undir voru, og allt þetta kostaði bara 5000 kr og til samanburðar þá keypti ég stígvél á hann karl föður minn fyrir 6000 kr! Það er gott að vera á Grána. Á fös kvöldið var svo farið upp í dal til að halda gæsa- og steggjapartý fyrir Hildi og Sigga. Þetta var hrein snilld. Við stelpurnar vorum fyrst í garðinum hjá gamlabænum og drukkum þar og rifjuðum upp gamla tíma. Síðan var Hildur send af stað í ratleik og átti að hitta okkur upp við Lómatjörn. Þetta gekk allt saman ljómandi vel og var stelpan ekki lengi að þessu. Við áttum svo að hitta strákana við tjörnina en þeim voru eitthvað seinir þannig að við drukkum bara meira og Hildur bjó til tré-sigga. Þegar karlmennirnir komu loksins þá var brúðguminn orðinn svo drukkinn að hann óð út í miðja tjörnina og varð að senda fjölda manns að bjarga honum upp úr henni( þó að hún sé rétt hnédjúp). en ég varð að fara að vinna og framhald kemur síðar.