ragga tagga

Sunday, October 30, 2005

Smá hjálp takk

Getur einhver sagt mér af hverju það eru alltaf einhverjir erlendi sölubrjálaðingar að kommenta á síðuna mín?? Er eitthvað sem ég get gert til að losna við þetta bull??
En verð samt að koma því að það er mjög skondið að lesa frá þeim, því þeir segja alltaf að þetta sé svo frábær síða og eitthvað bla bla bla...uu halló hún er á íslensku!! líkurnar á því að einhver auli sem er að kommenta á hana á ensku skylji eitthvað eru nú sáralitla. Ætli þeir hald samt virkilega að maður trúi einhverju af þessu...jæja svona er lífið.
KV Ragga

Thursday, October 27, 2005

Nú er haustkvefið komið, maður er svo nefmæltur að það er ekki gott að skilja mann, ekki gott það! En mér finnst þetta hreynlega ekki vera sanngjart, ég fæ alltaf kvef þegar það fer að kólna, og þá meina ég alltaf. En ég veit alveg að ég er ekki ein um að fá þetta kvef en það sem er svo ósanngjart er að ég bólgna í kring um augun, fá svona þrýsting í ennið, smellur í eyrunum á mér, óstöðvandi nefrennsli og svo hnerra ég á svona 10 mín frest! Svo hittir maður einhvern sem er líka með kvef en það sért ekkert á þessari manneskju, nema hún sýgur kannski upp í nefið á 15 mín frest! Mér finnst að það ættu allir að vera jafn ógeðslegir þegar þeir eru kvefaðir, annað er ekki jafnrétti!
Talandi um jafnrétti þá vita auðvitað allir að það var konu jafnréttisdagur á mánudaginn. Allar konur voru hvattar til að hætta að vinna kl 14:08 og mæta svo á fundi sem voru út um allt land. Maður gat nú ekki látið sitt eftir liggja og mætti spert í sjallann kl 15. Þessu hefði ég nú ekki trúað, við komumst ekki inn því að það var svo mikið að fólki komið! Stóðum úti en sem betur fer var hátalari úti svo við heyrðum hvað var um að vera. Tókst svo að komast inn þegar við vorum búnar að standa fyrir utan í svona hálftíma og orðnar vel freðnar...
Svo var rölt niður á torga og einhvern veginn endaði það þannig að við Eyja vorum fremast í þessari göngu á torgið.....en stóðum okkur vel...allavega að eigin mati.
En það var mjög gaman að taka þátt í þessu og maður á eftir að muna þetta annsi lengi.
Gömlu mín eru þessa stundina á Jamica, já ég segir það og skrifa, á Jamica!! Við stelpurnar vorum að hugsa um myndina When Stella got her grow back, og vorum að spá hvort að við ættum að sýna mömmu þessa mynd áður en hún færi sem víti til varnaðar,eða hvort að það myndi fara þannig að ef við myndum sína henni þessa mynd þá myndi hún aldrei koma aftur!!
En það komast aldrei endanleg niðurstaða áður en þau fóru þannig að nú verðum við bara að býða og vona!
Byða annars bara að heilsa ykkur gullin mín
Ragga

Saturday, October 15, 2005

Stærsti viðburður skólans er nú að baki, sprellmótið. Þetta var þrusu gaman, stemming í því að fara niður í bæ að syngja í náttfötunum. Verð að minnast á skemmtileg nöfn sem við vorum kölluð af hinum deildunum t.d desperate housewifes, appelsínuhlúð og lafandi brjóst...gaman af þessu. En við vorum ekki alveg að meika það út á Þelamörk, held að við höfum hreynlega ekki unnið eina einustu keppni en það skipti okkur ekki svo mikil máli :0) Áttum sérstaklega eftirminnilega framistöðu í reipitoginu, held að við höfum haldið á móti í svona 3 sek og þá enduðu allir á maganum og drógust eftir gólfinu og við sem vorum ekki að keppa vorum alveg að pissa á okkur úr hlátri! Fórum svo heim eftir Þelamörk og það var partý hjá mér. Fórum svo í sjallann um hláf 10 og við Eyja höfðum ákveðið að það væri synd að skipta um föt þegar maður var svona fínt uppdressaður fyrir þannig að við mættum í sjallann í náttfötunum með rúllurnar í hárinu, já takk! En þetta kvöld var gríðarlega skemmtilegt en maður var búin að vera svo lengi að að ég fór bara heim að sofa um 2 leitið. Maður frétti svo seinna að það hefði allt logað í slagsmálum þannig að það var bara ágætt að maður fór snemma heim.
Svo er ég bara búin að vera að rembast við að læra og já þá meina ég rembast, þetta er yfirgengilegt magn sem maður á að lesa og læra en ég geri mitt besta.
Er svo að fara á árshátíð samkauða á eftir og verð að fara að raka á mér lappirnar og svona svo ég verði hæf í þetta galaboð!
Byð að heilsa ykkur greyin mín.
Ragga

Thursday, October 06, 2005

Sprellmót

já sprellmótið er á morgun. Maður er búin að bíða æstur eftir þessum viðburði enda er búið að talkynna manni að þetta sé aðalviðburður vetrarins, mun betra en árshátíðin víst!
En það eru búningar og allt saman og við Eyja erum búnar að vera undir búa okkur í vikunni...sankka að okkur ýmsum hlutum sem við höldum að eigi eftir að koma sér vel :)
Það er mæting kl 12:45 og það er víst skylda að byrja að drekka ekki seinna en 13:00 og hana nú. Svo er víst tekin stefnan á handboltaleik í pásunni á milli Þelamerkur og Sjallans, það á nú eftir að vera eitthvað skrautlegt..
en byð að heilsa í sinni
Ragga