ragga tagga

Thursday, June 29, 2006

Það verður ekki upp á mig logið....
Eins og einhverjir vita þá er ég búin að standa í stórræðum síðustu daga. Fór heim í sveitinina í fríinu mínu til að hafa það gott og ákvað að skella mér á hestbak með Þórarnir bróður. Allt gekk vel í fyrstu svo að það var ákveðið að ég ætti nú að fá aðeins betri hest en Hróa gamla...fékk Gumma jörp í staðinn. Hún rauk nú eitthvað með mig til að byrja með en svo var þetta nú allt farið að ganga vel....og alla vega þá endaði þetta með því að hún fældist aðeins hjá mér , ég datt af baki og þegar ég leit á löppina þá var hún í 90 gráðu horna eða meira!!!! vegna ósjálfráða viðbragað þá smellti ég henni sjálf til baka (hvort sem það var gáfulegt eða ekki) og lá svo bara og argaði á Þórarinn bróðir. En ég var borin úr mónum að norrkum vöskum mönnun og var svo að býða slatta á heilsugæslunni því alla sjúkravélarnar voru á Eskifirði. Þegar ég kom á Ak þá var komið í ljós að ég braut bæði beinin í leggnum, reif fullt á liðböndum og brjóski..síðast en ekki síðst þá var ég ekki í liðnum og beinið var alveg að fara í gegnum húðina...þannig að þessar ELSKUR skelltu mér í liðinn með brotna löppina!!!!!!!
En það er búið að skella nöglum og plötu og dóti í löppina og ég er komin heim!!
En ég vil svona í endann þakka öllum sem hjálpuðu mér í þessu og þá sérstaklega Þórarni bróður sem stóð sig eins og hetja!!!
KV Raggan

Friday, June 16, 2006

Allt á fullu

Jamms það er nóg að gera hjá manni. Ég náði öllum prófunum þótt ótrúlegt sé!!!
Er flutt á Seyðisfjörð..og já ég er búin að villast einu sinni þar..En núna bý ég í eldgömlu húsi og á í daglegu stríði við köttinn. Vinnan er fín, maður veit að vísu aldrei hverju maður á von á en það gerir þetta bara meira spennandi. Er á Ak núna og var líka hérna síðustu helgi, alltaf að koma í einhverjar veislur og læti (bannað að vera fúl-fúll ef ég hafður ekki samband meðan ég var hérna...kemst ekki yfir alla)
En það er bara mánuður þanngað til fyrri utanlandsferð sumarsins verður farin og 1 og hálfur í þá næstu...já undur og stórmerki hafa gerst..ég er loksin búin að bóka ferðina til hennar Auðar minna!!
En hafðið það gott gullin mín
Raggan