ragga tagga

Tuesday, April 10, 2007

Ofát og nafngift

Þá eru páskarnir afstaðnir með öllu sem þeim tilheyrir.
Fór í sveitina eins fljótt og ég gat og skellti mér í fermingarveislu þar sem einn ungur drengur "missti" skóna sína upp á þak og eitthvað var um mún á trampólíninu...
Páskarnir fór svo í að borða á 3ja tíma fresti þegar maður var vakandi og þá kökur í annað hvert skiptið!
Berglind og Trölli komu og voru í sveitinni og fór dágóður tími í að veita honum athygli!
Að venju átti að læra mjög mikið en það varð auðvitað eitthvað minna úr því.
Trölli var svo nefndur 9 apríl og verður maður víst núna að fara að venja sig á að kalla hann Bjart.
Svo er skólinn að byrja á morgun og verkefnavinnan um leið...þýðir enga leti.
Eitt sem hún móðir mín byrjaði á um þessa páska...að kalla mig niðursetning!!! segði að ég gæti alveg verið niðursetningur...hefði einhvern vegin útlitið í það!! Er maður ekki búin að ná botninum í útliti ef mamma mans er farin að kalla mann niðursetning, ég bara spyr!!!!!
En ég verð trúlega að binda enda á sæluna og virkja kortið mitt í ræktini á morgun og hlunkast svo til að mæta þar eitthvað...ef einhver vil fara fyrir mig er það alveg þegið!
Jæja hafiði það nú gott og farið vel með ykkur
KV Raggan