Takk Ragnhildur
Ég slepp úr vinnunni 28 águst í staðinn fyrir 31 eins og ég átti að gera þökk sé Ragnhildi sem skipti við mig á 2 dögum. Stefnt er á að bruna á Ak um kvöldið 28 og vera fram á 2 og fara þá í síðustu sprautuna. Þá verður farið í sveitina og verið þar í einhverja daga. Síðan er bara að koma sér suður 6 eða 7 og eru allar uppástungur um hvernig ég á að komast suður vel þegnar. Verð að segja að það var mjög skrítið að koma heim eftir vinnu í gær. Það er búið að vera svo mikið af fólki hjá okkur og svo í gær þá var enginn heim, nánast enginn húsgögn, ekki sjónvarp, ekkert útvarp= ekkert hljóð. Þetta var alveg ótrúlega furðulegt. Gummi kom svo með kjúttling því að það var ekkert til að borða. Fengum okkur svo einn kaldann eftir matinn og sátum inní stofu, alveg ótrúlega afslappað. Ætla að reyna að stenda mig betur á eftir og elda handa honum Gumma og að sjálfsögðu verður það pulsur og bakaðar baunir(hugsa samt að hann verði búinn að borða hjá mömmu sinni ef ég þekki hann rétt)! Það eru bara 18 dagar þanngað til að ég fer út, og ég get ekki setið kyrr!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home