ragga tagga

Monday, August 16, 2004

Nú er allt breytt

Nú er gógentíðin búin og orðið kalt aftur. Ekki það að það sé kominn svona vetrarkuldi heldur bara svona sumarkuldi eins og var áður en hitabylgjan kom en ég er samt sem áður um það bil að drepast úr kulda hérna og þá sér í lagi á puttunum. Kom með þá kenningu áðan að ég ætti bara að borða meira nammi svo að ég hafi öflugri einangrun. Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Var í langir fríhelgi og fékk það verkefni á fös að mála hurðina sem var svo sem í lagi. Svo kom á daginn maður er í svo skelfilegu form að stelpa fékk strengi af því að sitja svona lengi á löppunum á mér, gríðarlega framistaða þar. Svo var bara legið í sólbaði og reynt að brenna aðeins meira. Á laug fórum við Gréta og Emí að horfa á bylgju-lestina. Þetta var voðalega mikið stuð og Emí djöflaðist þarna í einhverjum hoppiköstulum. Í eitt skiptið var hún látin býða og ég spurði hvort að hún mætti ekki fara núna, þá sagði kallinn að það væri betra ef VIÐ færum með næsta hóp. Hann hét að ÉG ætlaði með! Við Emí skelltum okkur svo upp í Möðrudal að heilsa upp á Sunnu. Máluðum þar gríðarlega fallegar myndir af Herðubreið og fórum svo bara heim aftur því að við nenntum ekki að býða eftir grillinu. Vorum almennilega húsmæður í okkur og pönntuðum bara pizzu. Ingimar vinnufélagi kom svo og við drukkum bjór og horfðum á sjónvarpið. Svo var farið og undir búa sig undir ball með öllu tilheyrandi og þegar Gréta kom á skelltum við okkur yfir þar sem Gummi og Kata voru í patrý. Fengum diska og fínerí þar og Ingimar fékk líka viðurnefni Nína. Ballið var svo bara hrein snilld, eins og alltaf þegar sveitt og brjálað fólk er að nuddast utan í hvort annað!! Ég og Kata löbbuðum svo á undan hinum heim svo að við gætum borðað restina af pizzunni..ummuummm. Maður var svo druslulegri en allt á sunn en degin var bjargað þegar ástin mín hann Gráni kom heim og ekki var verra að hann kom með kærastann minn með sér. Svo kom Sunna líka niður af fjöllum þannig að það er bara fjölmennt hjá okkur. Kata er svo að fara að yfirgefa okkur, hvernig eigum við að komast á húsmóðurinnar?? En alla vega við eigum eftir að sakna hennar. En komi tími til að gera eitthvað gáfulegt, þetta er komið gott í bili.

1 Comments:

  • At 2:15 PM, Blogger raggatagga said…

    jey ég gat lagað þetta, núna eiga allir að geta kommentað á mig

     

Post a Comment

<< Home