Margt búið að gerast
Já það er ansi margt búið að gerast síðan ég hundskaðist til að skrifa síðast..
Ég er t.d. búin í verknáminu og alveg alveg alveg að koma próf.
Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari eftir "dvölina" á geðdeildinni, mæli með þessu fyrir alla!
En ég fór í þrítugs afmæli á laugardagskvöldið hjá Sigrúnu bekkjarsystur og var það mjög gaman, mjög gaman. Þemað var kreisí-hair dú. Við þríeikið tókum þetta með trompi. Hárið var túbberað eins mikið og hægt var og bómull settur inn í til að gera sem mest úr því......og svo var seríu skellt í það, ójá seríu sem gengur fyrir hamstri, já eða batteríum. Svo var smá gullspreyi og jólakúlum skellt í svona til að setja punktinn yfir I-ið. Augnmálningin var heldur ekki af verri kantinum, gull-glimmeri klest ofaní vaselín!!
Óhætt að segja einn haus eða tveir hafi snúist þegar við röltum inn á Amor.
Ojá nú er maður farin að græða skot á því að vera ekki nægilega sætur...hvað getur maður beðið um meira
En glimmerið er ekki ennþá alveg búið að yfirgefa svæðið og mun trúlega ekki gera það fyrr en eftir marga marga daga.
Annars eru bara próf framundan og þurfa því allir að vera góðir og uppbyggilegir við mig :)
Seinna
Raggan
Ég er t.d. búin í verknáminu og alveg alveg alveg að koma próf.
Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari eftir "dvölina" á geðdeildinni, mæli með þessu fyrir alla!
En ég fór í þrítugs afmæli á laugardagskvöldið hjá Sigrúnu bekkjarsystur og var það mjög gaman, mjög gaman. Þemað var kreisí-hair dú. Við þríeikið tókum þetta með trompi. Hárið var túbberað eins mikið og hægt var og bómull settur inn í til að gera sem mest úr því......og svo var seríu skellt í það, ójá seríu sem gengur fyrir hamstri, já eða batteríum. Svo var smá gullspreyi og jólakúlum skellt í svona til að setja punktinn yfir I-ið. Augnmálningin var heldur ekki af verri kantinum, gull-glimmeri klest ofaní vaselín!!
Óhætt að segja einn haus eða tveir hafi snúist þegar við röltum inn á Amor.
Ojá nú er maður farin að græða skot á því að vera ekki nægilega sætur...hvað getur maður beðið um meira
En glimmerið er ekki ennþá alveg búið að yfirgefa svæðið og mun trúlega ekki gera það fyrr en eftir marga marga daga.
Annars eru bara próf framundan og þurfa því allir að vera góðir og uppbyggilegir við mig :)
Seinna
Raggan
1 Comments:
At 12:48 PM, Anonymous said…
Hamsturinn minn hét einmitt Jonni...minnir mig!! :) Hann dó reyndar um miðja nótt. Blessuð sé minning hans!
Post a Comment
<< Home