ragga tagga

Saturday, April 12, 2008

Ónotahrollurinn að fara úr manni

Já hrollurinn er að líða úr mér, enda finnst mér komin tími til. Taugaveiklunin er reyndar enn svolítið til staðar og hóta ég núna að arga ef einhver keyrir yfir löglegan hraða!
En einhvern tímann verður allt fyrst og var þetta í fyrsta skiptið sem ég hringi í 112 (yfir utan þegar ég hringdi óvart með því að ýta of oft á skell á takkann á gamla símanum í sveitinni). Konan sem ég talaði við var ótrúlega róleg og fær hún stórt prik fyrir að hafa skilið mig þar sem ég talaði algerlega á yfirsnúning. Ég kíkti svo á símann minn daginn eftir og sjúkrabílinn hefur verið 2 og hálf mín á leiðinni, já takk þessir kallar eru sko snarir í snúningum!
En eftir þetta er ég svo hlynt því að takmarka karft í bílum við aldur þeirra sem eiga þá og keyra. Það er ekki löglegt að keyra yfir 90 km/klst á Íslandi og því skil ég ekki hvað er við að flytja inn sportbíla sem er klárlega ekki verið að fara að nota hestöflin til að draga eitthvað áfram eða hnoðast áfram í snjó, heldur verða þessi hestöfl eingöngu notuð til að keyra hratt..allt of hratt. En þessir krakkar voru stál heppinn að drepa sig ekki eða aðra, t.d. mikil heppni að enginn var að labba niður Borgarbrautina þarna eins og er svo algengt, því sá hin sami hefði held ég ekki labbað mikið meira.
En að öðru og öllu gleðilegra! Lokadanshófið er í kvöld, skella sér í Mývatnssveitina og dans af sér rassgatið og mæta svo í humarhalahádegisverð hjá Berglindi á sunnudaginn.
Annars er bara allt á fullu í skólanum, eins og það var rólegt í mars er allt brjálað í apríl, kennararnir ættu kannski aðeins að reyna að dreyfa úr þessu hjá sér. Ef maður tekur sama öll þau verkefni og próf sem við förum í í þessum mánuði þá er þetta talsvert meira en 100% áfangi takk fyrir.
En verið kát, ekki tapa gleðinni og EKKI KEYRA OF HRATT.
KV Raggan