ragga tagga

Monday, September 15, 2008

Strumpeskud og annar unaður

Ég fæ nú ekki verðlaun fyrir að vera dulega að blogga, svo mikið er víst.
Það gengur bara allt vel í vinnunni, mikið að læra og mikið sem maður skilur ekki en þetta hefur gengið nokkuð stórslysalaust fyrir sig. Reyndar einhverir að kvarta yfir því að nemarnir séu að tala ensku við skjólstæðingana en það lið má bara eiga sig :)
Það er alltaf brjálað stuð um helgar eins og við má búast. Þar síðustu helgi var vel tekið á því á fös en bara rólegar á lau því við vorum sko að fara í kanúferð á sun takk fyrir. Þetta var mjög skondið, vorum 12, 1 frá Dk sem sá um þetta, við 3, 2 frá Möltu, 1 frá tékklandi og restin frá Spáni (þau héldu reyndar að við værum frá Grænlandi).
Við vorum ekki alslæmar í þessu en ekkert rosalega góðar heldur, festum okkur inn í tré og svona en komumst allavega á leiðarenda!
Þessa helgi fórum við svo út að borða voða fínt og kíktum svo aðeins út á lífið. Til skot hérna sem er blátt og með kökuskrauti ofaná sem heitir Smurf shot.Við vildum nú vera svalar og slá um okkur á dönsku þannig að Eyja bað um 3 strumpe skud! Ansi skondin viðbrögðin sem við fengum við þessu en þegar helgin var búin þá voru ansi margir búnir að læra hvað strupme skud væri og skáluðu í þessu hátt og snjallt!!
Okkur var svo boðið í agalega fínan mat á fös, en þar sem allar íbúðirnar hérna eru svo litlar á vorum við bara í fælleshusinu sem er svona samkomu hús. Já ég og Michael eru ósigraðir meistarar í fótboltaspilu og Arnþrúður og Johnny Cash eru án ef verst.
En við erum eftir að vera í fínu formi eftir þessa dvöl. Hjólum ca 5 km í vinnuna og svo 5 til baka. Svo höfum við ekki sófa þannig að við nennum ekki að hanga mikið heima...þá skellir maður sér bara út í fríspí eða kriket þegar maður kemur heim!
En setning helgarinar er án efa: no worrys, at 5 everybody will bee speaking drunkenish!
Vona að þið hafið það gott og ég nenni ekki að skrifa hérna ef það kommentar enginn!
KV Raggan

4 Comments:

  • At 3:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Kmment komment komment

     
  • At 10:58 AM, Blogger Katrin said…

    TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Það verður nú eflaust meira strumpeskud um helgina. Mér skylst að Gréta þurfi að létta aðeins á áfengisbirgðunum! :)

    Bið að heilsa í Baunaland!

     
  • At 2:29 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með daginn sys. Hafðu það rosa gott og hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim. Akureyri er bara frekar tómleg án ykkar Sunnu.
    Berglind.

     
  • At 5:59 PM, Blogger sunnaogjonina said…

    Hvada leti er tetta ì blogginu!
    Hvernig ì veroldinni à èg ad vita hvad tù ert ad gera af tèr tegar ad madur frèttir ekkert!
    En annars er allt ì ljùfasta lyndi reyndar er svo heitt hèrna ad èg er ì alvorunni vid tad ad bràdna.
    En knùs heim.
    Sjonni

     

Post a Comment

<< Home