ragga tagga

Wednesday, August 11, 2004

Úff

Því líkur hiti! Þessu er maður nú ekki vanur hérna á klakanum. En annars er bara allt gott að frétta, Atli kom óvænt í heimsókn á sunn með flugi til að vera í 6 tíma, svona er maður ómissandi ;). En það er búin að vera hitabylgja hérna síðust daga og það er nú ekki mjög gott fyrir manneskju eins og mig sem verður ekki brún heldur bara ógurlega frekknótt og svo sólbrennd! sum sé ekki fallegt. Fór með hetjunni honum bróður mínum að horfa á krakka stökkva í Eyvindaána í gær. Þear við vorum búin að vera í svolitla stund þá fór honum að langa að stökkva því að hann vissi að ég og Sunna sys erum búnar að stökkva þarna og hann mátti nú ekki vera minni maður. Hann staulaðist svo niður til að finna hvað vatnið væri kalt og það tók nú sinn tíma. Þegar hann var loksins búinn að því þá tók nú enn lengri tíma að þora að stökva fram af litla klettinum. Þegar ég sagði honum að við hefðum stokkið fram af stóra klettinum og brúnni á varð hann nú að gera það líka. Ég var ekki viss um að ég ætti nokkurn tíman eftir að sjá fólkið aftur sem ég bý með því að ég myndi drepast úr elli meðan ég var að býða eftir að hann hefði sig framaf. Þá hélt ég að þetta væri nú búið en nei hann vildi endilega fara fram af brúnni líka! Hann ætlaði að fara og svo hætti hann við, og svo ætlaði hann að fara og svo hætti hann við. Svona gekk þetta í heillangan tíma. Hann var meira að segja búinn að lofa að stökkva á eftir Hjördísi ef hún myndi stökkva og sveik það svo að sjálfsögðu. Á endanum hafðist þetta svo rétt fyrir miðnætti, eða svona því sem næst. Svo var að sjálfsögðu vakna í morgun og skriðið út í sólbað, en eftir að ég fór að vera fyrir aðkasti fá vörubílstjórum sem voru að keyra framhjá þá ákvað ég að fara í sund með stelpunum þar sem væri eðlilegra að liggja fáklæddur. Þar var djöflast og var ég meðal annars að reyna að kenna Emí á brimbretti (ekki það að ég kunni á það en það er hugurinn sem skiptir máli). Svo fórum við bara og fegnum okkur ís áður en ég færi í vinnuna. En manneskja dagsins er Kata frænka, þar sem hún gaf mér köku og bjór á kaffi Nilsen í kvöldmatinn. Þetta bjargaði algerlega þessum degi og sólbrunanum sem ég náði mér í. Nú er ég búin að vera svo glöð við alla sem hringja í mig, meira segja þá sem eru bara með leiðindi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home