ragga tagga

Wednesday, July 04, 2007

Noregur var yndislegur

já ég get ekki sagt annað en Noregur hafi verið yndislegur..Svo gaman að hitta þær Þóru og Unni..jú og pabba þeirra og Hanne..en samt aðalega gaman að hitta þær. Fórum ekki strax upp í fjallaskálan eins og við héldum heldur vorum bara í Osló á röltinu..pöbbaröltinu. Ótrúlega falleg borg, ættum að reyna að fá norðmenn til að segja okkur hver sé galdurinn á bak við það að láta tré vaxa beint upp í klettum!!
Afmælið sjálf var líka magnað, amma sló í gegn eins og alltaf og mamma fékk þá sjaldgæfu tilfinningu að hún væri bara eins og lítil fjöður (galdurinn á bak við það er að dansa við risavaxinn norðmann). Mín fjölskyld er greinilega e-ð fjörugri en Hannear, skondið á sjá á þeim svipinn þegar var skorað á þau í kapphlaup með pening í auganu og bjórbauk á minni hnjána (Ísland rústði hlaupinu notabene) og þegar gamlingjarnir fóru að hoppa yfir hina í ættinni í höfrungarhlaupi. En við fórum svo aftur til Osló og fórum að aðeins meira pöbbarölt..líka í handahlaupskeppni í einhverjum kastakagarði...Alti vann og Sunna var í öðrusæti..ég náði held ég ekki 3-ja sæti þó að við værum bara 3 að keppa :/ Þóra dómari ekki að standa sig! En ferðin var sumsé í alla staði frábær og ætla ég mér svo sannarlega að fara aftur til heimsækja þessi skilmenni mín og jafnvel hafa þá einhver tíma til að stoppa hjá þeim. En það er greinilegt að orðsporið af íslendinum fer víða og hratt...meðleigjandi Þóru þorði ekki að koma heim til sín á með við vorum þarna!
En svo er maður bara komin aftur á Seyðist og að sjálfsögðu er ég á næturvakt fyrst ég er að blogga...en næstu helgi er brúðkaup hjá Helga og Aniku og það verður á efa gaman..ef einhver vantar var frá Seyðis eða Eg á fös fljótlega eftir hádegi þá er sá hinum sama velkomið að sitja í svo ég drepist ekki úr leiðindum
Seinna
Raggan

3 Comments:

  • At 1:08 PM, Anonymous Anonymous said…

    jesús almáttugur hjálpi norðmönnum eftir þessa ferð ykkar... allar mínar bestu hugsanir fara til þeirra !!!

    ;) blikk,
    auður

     
  • At 2:38 AM, Blogger Katrín said…

    Ég hefði svo verið til í að vera þarna líka :)
    Fæ að sjá myndir þegar ég kem á Seyðis:)

    Kv. Spánarbúunum sem verða bráðum Íslandsbúar aftur :)

     
  • At 12:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já, þú bara bloggar og bloggar. Maður hefur bara ekki undan að lesa færslurnar þínar.

     

Post a Comment

<< Home