Stór-fjölskylda
Það munar ekki um magnið af fólki sem hefur safnast saman heim hjá okkur í Einbúablánni. Atli er komin, Sunna í fríi og svo kom Þóra frænka í heimsókn með Andreas kærastan sinn. Við vorum sum sé 9 ef allir eru taldir með. Skelltum okkur á hjólabátana í Atlavík og auðvitað endaði það í því að reyna að bleyta hina sem mest. Fór svo á næturvakt og það var minna en ekkert að gera, en stóð mig samt vel í því að borða nammi og hanga á netinu ;) Það fækkaði samt um 3 í morgun ( Sunna, Þóra og Andreas fóru) og Gréta, Emí, Atli og Tóti fara um helgina sem gerir að við Gummi verðum ein eftir hummm.... En það eru 20 dagar í að ég fari út og ég næ varla andanum af spenningi, þarf endilega að fara að koma mér í apotekið og kaupa skitulyf og fleira nytsamlegt. ta ta
1 Comments:
At 3:08 PM, Barbekjúið - Ingunn Bylgja said…
Ha ha ha, það var svooo fyndið á þessari næturvakt þegar þú spurðir fulla kallinn hvort hann gæti ekki bara fengið sér súrmjólk eða e-ð áður en hann færi að sofa.....
Þú ert snillimann :-)
Post a Comment
<< Home