ragga tagga

Tuesday, October 16, 2007

Nú er heimsins besta manneskja látin

já hún elsku amma mín er dáin og vona ég að hún hafi það gott núna.
Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari konu. Ég er alveg viss um það að ég hef aldrei og mun aldrei komast í kynni við aðra eins manneskju, hún var svo sannarlega einstök.
Það er svo margt sem ég hef að þakka ömmu minni fyrir að það tæki marga daga að telja það allt upp en mig langar samt sem áður að minnast á nokkur atriði.
Takk elsku amma fyrir að:
...vera alltaf svo ótrúlega þolinmóð við okkur krakkaskarann
...vera alltaf svona jákvæð og kenna manni að horfa jákvætt á hlutina
...að lesa fyrir mig og hina krakkana og segja okkur gríðarlegt magn af sögum, bæði sönnum og skálduðum
...elda allt sem við komum með til þín, hvort sem það voru pínu litlar lontur eða grútskítugir sveppir
...Leyfa okkur að leika okkur í fötunum upp á lofti og nenna að horfa á og hrósa okkur fyrir hverja tískusýniguna á fætur annari
...að kenna okkur og leyfa að tálga spítur á hlaðinu, þó að allir búrhnífarnir þínir væru bitlausir á eftir
...verða ekki reið þegar við læstum klósetthurðinni og fórum út um gluggann, klifruðum upp á þak, borðuðum allt súkkulaðið þitt og allt hitt sem við áttum ekki að gera
...fara með okkur út að sjó, leyfa okkur að "hjálpa til" við netin, skeljasöfnun og m.fl.
...kenna mér hin fjölmörgu spil og allar stundirnar sem þú spilaðir við mig
...hafa alltaf óbilandi trú á manni, sama hvað maður tók sér fyrir hendur þá varstu alltaf viss um að maður myndi standa sig vel
...kenna mér að það er undir mér komið hvernig mér gengur í lífinu og hvernig mér líður, hvernig ég tek á málunum og með hvaða viðhorfi ég tekst á við allt
...og takk fyrir allt sem ég nefni ekki hér og á kannski aldrei eftir að nefna

Minnig þín amma á lengi eftir að lifa og ætla ég að halda mig við það sem ég hef sagt undan ár, ef það er einhver sem ég líkist þá vildi ég helst að það væri hún amma niðurfrá