Helgin búin
Þá er þessi verslunarmannahelgi búin og meira segja án teljandi stóráfalla hjá mér og mínum. Skellti mér heim í sveitina eftir að hafa látið lappa aðeins upp á Grána minn og getð þið hvað? Lét taka ein bolta sem heldur dekkinu (þrír eru miklu meira en nóg) þar sem Kata skrúfaði hann í klessu, og keypti 2 dekk. Að vísu ekki alveg ný en það er þó munstur í þeim annað en var á þeim sem undir voru, og allt þetta kostaði bara 5000 kr og til samanburðar þá keypti ég stígvél á hann karl föður minn fyrir 6000 kr! Það er gott að vera á Grána. Á fös kvöldið var svo farið upp í dal til að halda gæsa- og steggjapartý fyrir Hildi og Sigga. Þetta var hrein snilld. Við stelpurnar vorum fyrst í garðinum hjá gamlabænum og drukkum þar og rifjuðum upp gamla tíma. Síðan var Hildur send af stað í ratleik og átti að hitta okkur upp við Lómatjörn. Þetta gekk allt saman ljómandi vel og var stelpan ekki lengi að þessu. Við áttum svo að hitta strákana við tjörnina en þeim voru eitthvað seinir þannig að við drukkum bara meira og Hildur bjó til tré-sigga. Þegar karlmennirnir komu loksins þá var brúðguminn orðinn svo drukkinn að hann óð út í miðja tjörnina og varð að senda fjölda manns að bjarga honum upp úr henni( þó að hún sé rétt hnédjúp). en ég varð að fara að vinna og framhald kemur síðar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home