ragga tagga

Saturday, August 28, 2004

Síðasti dagurinn

Þá er komið að síðasta deginum í vinnunni. Það er svo sem ágætt þar sem maður er kominn með svolítinn leiða eftir sumarið. Fæ meira að segja að hætt fyrr síðasta daginn ( hvað er ekki gert fyrir mann). En Gummi og Kata fóru í gær til að vera í skýrnarveislu hjá stelpunni hennar Sirrýar þannig að ég var alein heim. Vona að ég hafi munað eftir mestu af dótinu mínu, Gummi minn annars kemuru bara með það einhvern tímann í sveitina eað leigir það bara með húsinu ;) Gráni minn býður bara fyrir utan tilbúinn að leggja í hann á AK. Atli var að vísu að senda mér sms um það að hann væri búinn að læsa sig úti þannig að ég er ekki alveg ákveðin hvort að ég eigi að fara...annars fæ ég bara að kúra í sófanum hjá Gunnhildi. Já svo á að taka heldur betur á því í kvöld þar sem þetta verður mitt síðasta djamm á þessu landi í 3 mánuði. En ætla að fara að geta eitthvað gáfulegt, eins og til dæmis vinna en næsta blogg verður alla vega ekki skrifað á Eg. Takk takk fyrir sumarið allir á 118 og fjölskyldan mín í Einbúablánni.

2 Comments:

  • At 6:13 AM, Anonymous Anonymous said…

    er þetta alltaf bilað eða

     
  • At 6:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    það geta víst allir skrifað á síðuna, verða bara að ýta á Or Post Anonymously í staðinn fyrir að skrá sig inn, prófiði bara

     

Post a Comment

<< Home