ragga tagga

Wednesday, November 28, 2007

juminn..er ég að verða klikkuð eða?

Úff það fór illa um mig í gærkvöldi!
Var heima í mestu rólelgheitum að horfa á klassa dansmynd með stelpunum aldrei þessu vannt og þá hringir síminn sem er svo sem ekker óvanalegt en ég þekkti ekki númerið sem var verið að hringja út en svaraði að sjálfsögðu

Ég: Halló
A: Sæl Ragnheiður mín, þetta er hún amma þín, ég er villt!

Ó guð minn góður og allir heilagir, er ég orðin klikkuð eða er hún amma gamla farin að hringja af handan ( eins og flestir trúlega vita sem lesa þetta blogg þá dó í amma í okt)!! Reyndi að ná andanum og jafna mig eftir slagið sem ég missti úr...ok Ragnheiður hugsaðu nú rökrétt, þetta er trúlega ekki amma þin.

Ég: uu aa uuu hérna ég held að þú sért að hringja eitthvað vitlaust...
A: ha? en ég er hérna í Kópavoginum og ég er bara villt.

NEiiiii þessu trúi ég nú ekki, hvað ætti amma mín að vera að gera í Kópavoginum! Æi þetta er örugglega kona með alzheimer ráfandi um og hefur bara hringt í einhvern..Svo fór aðeins að rofa til hjá mér, fannst ég kannast við röddina..

Ég: UUu hérna er þetta nokkuð amma hans Atla, þetta er sko Ragnheiður kærastan hans..
A: Nú er þetta ekki Ragnheiður ÓSK(sem er barnabarnið hennar)...æi ætlaði í heimsókn til hennar og finn ekki húsið

Kvaddi í snatri, dró djúpt andan og vonaði að liturinn skilaði sér fljótlega í andlitið á mér.

Við stelpurnar vorum svo að ræða málin og komumst að þvi að það hefði nú verið ansi skondið hefur ég ekki áttað mig á þessu, hefði bara farið að sannfæra ömmu hans Atla að ganga í áttina að ljósinu. Þetta verður allt í lagi amma mín gangtu bara í áttina að ljósu, hlustaðu á mig GANGTU Í ÁTTINA AÐ LJÓSINU!

Þetta var nú meira símtalið, lagðist svo á sálina í mér að ég ætlaði aldrei að sofa um kvöldið

Seinna
Raggan (ekki alveg orðin klikkuð eftir allt saman)

Monday, November 26, 2007

Margt búið að gerast

Já það er ansi margt búið að gerast síðan ég hundskaðist til að skrifa síðast..
Ég er t.d. búin í verknáminu og alveg alveg alveg að koma próf.
Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari eftir "dvölina" á geðdeildinni, mæli með þessu fyrir alla!
En ég fór í þrítugs afmæli á laugardagskvöldið hjá Sigrúnu bekkjarsystur og var það mjög gaman, mjög gaman. Þemað var kreisí-hair dú. Við þríeikið tókum þetta með trompi. Hárið var túbberað eins mikið og hægt var og bómull settur inn í til að gera sem mest úr því......og svo var seríu skellt í það, ójá seríu sem gengur fyrir hamstri, já eða batteríum. Svo var smá gullspreyi og jólakúlum skellt í svona til að setja punktinn yfir I-ið. Augnmálningin var heldur ekki af verri kantinum, gull-glimmeri klest ofaní vaselín!!
Óhætt að segja einn haus eða tveir hafi snúist þegar við röltum inn á Amor.
Ojá nú er maður farin að græða skot á því að vera ekki nægilega sætur...hvað getur maður beðið um meira
En glimmerið er ekki ennþá alveg búið að yfirgefa svæðið og mun trúlega ekki gera það fyrr en eftir marga marga daga.

Annars eru bara próf framundan og þurfa því allir að vera góðir og uppbyggilegir við mig :)

Seinna
Raggan