ragga tagga

Saturday, February 16, 2008

Ég féll!

Já þýðir ekki að hafa lengur uppi þessa færslu þar sem ég efast um geðheilsu mína, enda hefur hún alltaf (oftast) verið með besta móti.
En já ég féll....aldrei fallið í háskólanum áður og var heldur ekki mikið fyrir það í MA.
Þetta var 20% krossapróf, tökum 3 og 2 bestu gilda þannig að það gefur augaleið að ef ég næ hinum þá skiptir þetta fall mitt engu máli.
En fyrst þegar ég sá einkunnina (tók þetta á tölvu þannig að ég sá hana strax) þá horfði ég bara á hana í smá stund og hugsaði svo neiii þetta getur ekki verið rétt, gerði ég minna en helminginn rétt?
Slökkti svo bara á þessu að dreyf mig út úr stofunni.
Ég beið svo alltaf eftir að ég yrði alveg brjáluð og miður mín út af því að falla, fólk er alltaf í sjokki þegar það fellur....en það lét eitthvað á sér standa, fannst þetta hálf fynndið og svo fannst mér ég líka bara eiga þetta skilið fyrir að læra svona lítið og fyrir að vera farin að slaka full mikið á í náminu!
Allavega komast að því að ég þoli það að falla...þó þetta sé kannski ekki alveg að marka þar sem ég vissi að ég gæti redda mér úr þessu með seinni 2 prófunum.
Annar sem bara allt gott að frétta af mér og mínum og já ég held að þessi blessaða aðgerði hafa jafnvel bætt ástandið eitthvað, ,krosslegg allavega fingurnar um það!

Já og þeir sem hafa sérstaka ánægju af skipulagninu, eru góðir tónlistamenn, góðir grillarar já og jafnvel prestar mega gjarna hafa samband við mig :)

Ta ta
Raggan