ragga tagga

Monday, August 09, 2004

Framhald

Já eins og áður hefur komið fram þá var þetta alveg snilldar patrý. Á Laug var svo bara legið í leti heim hjá mér þar sem gömlu voru ekki heima. Stauluðumst svo á barinn upp úr hádegi (ekki seinna vænna) og fengum þynnku-pizzu. Svo var bara haldi heim á leið aftur og legið í meiri leti. Ég keyrði svo á móti Atla seinni partinn og hann kom með meðlæti fyrir grillið sem var búið að ákveð að hafa um kvöldið. Annað hvort hefur Atli verið svona gríðarlega svangur þegar hann verslaði inn eða þá að hann heldur að við étum á við 3 hvert okkar, svo mikið af mat keypti hann. 'A sunnud. var svo brúðkaupið sjálf og var Hildur ekkert smá flott í kjólnum. Við vorum bara útí bíl á meðan athöfnin var vegna þess að kirkjan er nú ekki stór. En við gátum hlustað á messuna í útvarpinu, þó með herkjum því að ég er nokkuð viss um að hátalarinn inn er sprunginn og brakaði og ískraði þess vegna svo vel í honum. Svo var farið upp í dal stuttu eftir athöfnina og borðað, sungið, borðað, haldið ræður, borðað og svo var ball í lokinn sem var alveg hörku stuð á. Alla vega þá tókst þetta allt saman alveg ótrúlega vel, til hamingju Siggi og Hildur (ekki það að þau viti að þessu síða sé til).
Svo var brunað heim á mán þar sem ég átti að fara að vinna kl 12. Svo gerðist nú ekki mikið þá vikuna. Skellti mér svo bara til Ak á miðvikudagskvöldið og kom Atla mínum að óvörum. Var þar fram á fös og keyrði á í sveitina, mætti mömmu minni á leiðinni og hún þekkti mig ekki! TAKK mamma. Ég og Stella fórum svo á eyrina um kvöldið og það var allt mjög rólegt þannig að við fórum bara snemma heim. Vaknaði svo 8 á laug morgunin til að keyra til Eg. Ójá svona er maður duglegur að þvælast.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home