ragga tagga

Thursday, June 26, 2008

Gjafalisti eða ekki gjafalisti

Já það er spurningin. Alltaf fleiri og fleiri að spyrja hvort að við séðum með gjafalista eða hvort að við ætlum að hafa hann og ég veit aldrei hverju ég á að svara. Ég kann einhvernveginn ekki við það að búa til lista yfir hluti sem mig/okkur langar í eða vantar og ætlast til einhver gefi okkur þá. Mér finnst gjafir nú til dags oft á tíðum allt of stórar og því kann ég alls ekki við að byðja um eitthvað sem kostar mikið! Þannig að þeir hlutir sem ég myndi kunna við að setja á listann myndu ekki kosta mikið en hversu mikið að litlum hlutum vanntar mig eða langar í...þeir sem hafa komið heim til mín vita að plássið er nú ekkert gríðarlega mikið. Svo er auðvitað alltaf hægt að byðja bara um gjafabréf en veit að mörgum finnst ekki spennandi að gefa svoleiðis. En ég búin að velta einu fyrir mér, segjum sem svo að mig langi í eitthvað stell, er þá raun hæft að byðja fólk um að gefa manni 1 til 2 hluti í stellinu, ætli fólki myndi hlýða og gefa bara 1 til 2 hluti eða allt of margir myndu gefa okkur allt of marga þannig að við myndum enda á því að byggja við húsið til að koma þessu fyrir!
En ég er búin að segja mörgum að það er alveg nóg að mæta bara, ekki eins og það sé ókeypis að ferðast þessa dagana. En öll góða ráð eru vel þeginn :)
Hafiði það gott og njótið sumarsins
ta ta
Raggan

2 Comments:

  • At 1:19 AM, Blogger Katrín said…

    Fólki er í sjálfsvald sett hvort það fer eftir gjafalista eða ekki. Ef það er alveg steingelt af hugmyndum þá er ágætt að hafa eitthvað til að styðja sig við. Annars hringir fólk bara í mömmu þína eða mömmu Atla og spyr. Þið verðið bara að láta þær vita ef útilegudót er raunhæfara en kristall, eða postulín frekar en reiðhjálmur ;)

    Ég beygi mig ekki undir neinn gjafalista ;) hehe

    Sjáumst sem fyrst
    Besito ;)

     
  • At 3:32 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hjartanlega sammála Katrínu

     

Post a Comment

<< Home