ragga tagga

Wednesday, June 20, 2007

Alveg að sofna..

5 næturvaktin á 6 dögum og mín er alveg að sofna núna!!
Langt, langt síðan ég nennti að skrifa e-ð hingað inn síðast og ýmislegt búið að gerast en verst að ég man bara ekki helmingin af því....
En Sunna mín er allavega komin til mín og það er því óneitanlega meira líf í Botnahlíðinni núna...Henni líst held ég bara ágætlega á Seyðis og vinnuna..er allavega ekki flúin ennþá! Skondið þegar hún var að byrja og kynnti sig því fyrir öllum sem hún hitti í vinnunni (skiljanlega) og þegar hún kynnti sig fyrir einni ónefndri konu þá varð konan e-ð skrýtin á svipin og spyr hana hvort að hún þekki hana ekki? Sunna segir bara nei, þá horfir konan ennþá undanlegra á hana og spyr hana svo hvort að hún ynni nú ekki þarna?...Svo koma vaktaskipti og þá kem ég að vinna og þá loksins áttar konana sig á því að hún hélt að þetta hefi verið ég bara ný klippt.....notabene hún er enn að rugla okkur saman.
Við Atli fórum í voðalega fínt frí um daginn...unaðslegur morgunmatu-jökulsárlón-risafjöll-skálanes-grill á húsavík-veislur og ak og margt annað yndislegt. Hinúm frídögunum hef ég svo eytt á skálanesinu öllum til mikillar undrunar..
En það sem er helst í fréttum er að við Sunna og Atli ætlum að skella okkur með gamlingunum til Noregs í næstu viku..ákváðum þetta í fyrradag..þetta á eftir að verða mikið stuð!
En það er ekki af því skafið að seyðfirðingar styðja sitt fótboltalið..og eru ekki hrifnir af því þegar aðrir gera það ekki!! Snörtur(Kópasker) voru að keppa hérna um daginn og að sjálfsögðu studdum við Sunna þá (Sunna sá samt aðallega um öskrin)...fyrir vikið var Sunnu sagt að fara heim til sín og við vorum báðar smúlaðar (reyndar óvart) og Sunna verður ennþá fyrir aðkasti hérna.
Já svo er ég notlega búin að eignast litla systur/frænku út á Spáni!! Til hamingju Kata og Gummi og hlakka til að sjá ykkur öll sömull.
En endilega látið nú sjá ykkur í Botnahlíðina...velkomið að gista...takið kannski með ykkur dýnu nema þið viljið sofa upp í hjá húsráðundum ( þá meina ég okkur Sunnu en ekki Bjarney og eiginmann...getið svo sem reynt að skríða upp í hjá þeim)
Seinna(trúlega á næstu næturvakt)
KV Raggan