ragga tagga

Monday, March 26, 2007

Óraunverulegt!

Lífsreynsla mín í morgun var frekar óraunveruleg!! Að sjá mann sagaðann í sundur og svo farið að krukka í hjartanu á honum, meðal annars verið að kreista á honum hjartað til að ná öllu súrefni úr því og stoppa það alveg til að skera í það...það er mjög óraunverulegt að horfa á!!! Svo var kallinn bara víraður saman og restin saumuð..þetta tók ekki nema frá kl 8 til 1. Lyktin sem fylgir þessu er fyrst eins og það sé verið að svíða kindahausa, þegar er verið að skera/brenna hann upp og svo er lykt sem líkist því þegar er verið að búa til slátur...hefði ekki reiknað með því að sveitin ætti eftir að vera svona ofarlega í huga þarna inni.
Hélt líka að það væri mun meira blóð og að mér þætti þetta ógeðslegt en ekki svona áhugavert, ég er greinilega annað hvort harðari af mér en ég hélt eða þá eitthvað rugluð í hausnum að finnast þetta ekki ógeðslegt.
En það var mikið gaman um helgina, rauðvín og ostar hjá Kristjönu og svo partý hjá Vilborgu á eftir, uppskrift að góðri skemmtun!
En hafiði það nú gott hroðlingar..skal reyna að hringja ekki í fólk í útlöndum bara til að spjalla :o/
Kv Raggan

Wednesday, March 21, 2007

Sorrý Sunna!

já fyrirgefðu...ég skal reyna að vera duglegri...getur líka bara hringt í mig þar sem þú ert sú eina sem nennir að lesa þetta blogg!
En það er allt búið að vera á fullu í verknáminu....og smá í djamminu..
Fór í afmæli til Telmu á lau þar síðasta og það var hörku stuð..reyndar svolítið heimsluleg hugmynd að fara í heitapottinn á unda í hagléli og stórhríð..en örugglega hollt fyrir húðina.
Svo var bara áfram að læra og læra á daginn..fékk reyndar rauðvín og osta yfir síðasta despó...treysti á Særúnu að það endurtaki sig!
Atli kom á fös sem var auðvitað bara unaður!! Svo var afmæli hjá afa í sangó á lau síðasta..kallinn bara orðinn áttræður..og þessi settlega fjölskylda fór í "handaprumpukeppni" í afmælinu hans..viss um að ellismellirnir í sangó eiga eftir að senda afa illt auga næstu daga. Á sun var svo skýrn hjá bróður Atla og heitir stúlkan Áróra Gunnvör, til hamingju með það.
Og þá var helgin búin..Atli var reyndar veðurteptur og var eina nótt lengur...ekki amalegt það...
og þá byrjað bara aftur að læra og læra....
En ekki vera hrædd við að bjóða mér í mat og e-ð svoleiðis, kem því alltaf inn í dagskrána!
Hafiði það nú gott
og já eitt enn, síminn minn er e-ð andsetinn (ekki sá fyrsti) þannig að hann skellir oft á fólk og slekkur á sér og studnur heyrist ekki þegar hann hringir...þannig að ekki gefast upp, þið náið í mig á endanum
KV Raggan

Thursday, March 08, 2007

hvar eru allir?

Kl er 15 mín í 3 og ég er ein eftir á skrifstofunni...iðjuþjálfarnir allir búnir að vinna og sjúkraþjálfarnir í heimsókn á Reykjalundi....þannig að ég er bara svöl og hef skrifstofuna undir mig eina. En dagurinn var fínn, frekar rólegur, fór enginn að gráta undan mér í dag.
En var í mat hjá Vilborgu í gær sem var indislegt og vil ég þakka henni fyrir að hafa vandað sig svona og eytt mörgum klukkustundum að elda handa mér..og svo auðvitað fyrir alla einlægnina!
Bekkurinn ætlar svo að hittast á eftir á Hressó, vona að allir verði hressir og enginn grátbólgin eða illa barin!
Svo er það held ég matarboð hjá fröken Særúnu í kvöld og vonandi að hitta á Stellu í kvöld þannig að mér ætti nú ekki að leiðast.
En ætla að lesa smá meira í ofurþykku möppunum svo ég fái ekki samviskubit
hafiði það gott
KV Raggan

Wednesday, March 07, 2007

Ó borg mín borg

Ég er komin í borgina og ekki búin að týnast neitt stórvægilega sem mér finnst bara nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf!!
En ég fæ að kúra hjá henni Ingibjörgu sem er ekkert nema unaður og það tekur mig um 15 mín að labba í vinnuna og 5 mín að labba í Kringluna...sem getur við vara samt og eins og eina ágæt yngri systir mín sagði þá ætti ég að hlekkja mig við rúmið og láta Ingibjörgu gleypa lykilinn ef það brestur á skóútsala.
En mér líst bara ljómandi á þetta verknám, leiðbeinandi fínn og staðurinn líka þó að hann sé ógnarstór og frekar ópersónulegur...
Svo er það bara verkefni næstu daga að hitta á alla sem ég þekki hérna, sýna mig og sjá aðra
en hafiði það gott í bili
KV Raggan

Thursday, March 01, 2007

Það kom að því að ég blogga...ár og aldir síðan ég hef gert það síðast!!
En það sem er auðvitað nýjast í fréttum er að ég er orðin móðursystir!!
Trölli fæddis 4:45 í morgun, 9 merkur og 46 cm og óska ég Berglindi systur og Vigni innilega til hamingju með drenginn.
Ég mun reyndar minna hann á það þegar hann fær aldur til að hann skuldi mér bjórkippu!
Þessa dagana er ég reyndar aðalega stressuð yfir fyrsta verknáminu mínu...það fer fram á bráðadeildinni Hringbraut og fer ég suður á sunnudaginn.
Þannig að allir sem þekkja mig í borginni eiga trúlega eftir að fá alveg nóg af mér í mars mánuði.
Annars er árshátíðin á laugardaginn og reikna ég með að það verði mikið fjör, þó að við verðum mjög fá á borði..kannski bara 5 of þar af 2 fylgifiskar.
Ein pæling, er óeðlilegt að vera frekar hrædd við mjög lítil börn??? ég var búin að skipulegja að nota einn dag í aðlögun og síðan myndi ég halda á Trölla...hélt reyndar á honum strax þar sem Vignir setti hann bara í hendurnar á mér áður en ég náði að mótmæla..hélt niðri í mér andanum svona frystu mínúturnar sem ég var með hann en þar sem hann gerir ekkert nema að sofa þá slapp þetta. Eru ekki margir aðrir hræddir við svona lítil börn??
en hafiði það gott
KV Raggan