ragga tagga

Thursday, March 08, 2007

hvar eru allir?

Kl er 15 mín í 3 og ég er ein eftir á skrifstofunni...iðjuþjálfarnir allir búnir að vinna og sjúkraþjálfarnir í heimsókn á Reykjalundi....þannig að ég er bara svöl og hef skrifstofuna undir mig eina. En dagurinn var fínn, frekar rólegur, fór enginn að gráta undan mér í dag.
En var í mat hjá Vilborgu í gær sem var indislegt og vil ég þakka henni fyrir að hafa vandað sig svona og eytt mörgum klukkustundum að elda handa mér..og svo auðvitað fyrir alla einlægnina!
Bekkurinn ætlar svo að hittast á eftir á Hressó, vona að allir verði hressir og enginn grátbólgin eða illa barin!
Svo er það held ég matarboð hjá fröken Særúnu í kvöld og vonandi að hitta á Stellu í kvöld þannig að mér ætti nú ekki að leiðast.
En ætla að lesa smá meira í ofurþykku möppunum svo ég fái ekki samviskubit
hafiði það gott
KV Raggan

1 Comments:

  • At 2:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað er þetta á ekkert að fara að koma með nýja færslu ég er að verða hálf óþolinmóð!

     

Post a Comment

<< Home