ragga tagga

Thursday, March 01, 2007

Það kom að því að ég blogga...ár og aldir síðan ég hef gert það síðast!!
En það sem er auðvitað nýjast í fréttum er að ég er orðin móðursystir!!
Trölli fæddis 4:45 í morgun, 9 merkur og 46 cm og óska ég Berglindi systur og Vigni innilega til hamingju með drenginn.
Ég mun reyndar minna hann á það þegar hann fær aldur til að hann skuldi mér bjórkippu!
Þessa dagana er ég reyndar aðalega stressuð yfir fyrsta verknáminu mínu...það fer fram á bráðadeildinni Hringbraut og fer ég suður á sunnudaginn.
Þannig að allir sem þekkja mig í borginni eiga trúlega eftir að fá alveg nóg af mér í mars mánuði.
Annars er árshátíðin á laugardaginn og reikna ég með að það verði mikið fjör, þó að við verðum mjög fá á borði..kannski bara 5 of þar af 2 fylgifiskar.
Ein pæling, er óeðlilegt að vera frekar hrædd við mjög lítil börn??? ég var búin að skipulegja að nota einn dag í aðlögun og síðan myndi ég halda á Trölla...hélt reyndar á honum strax þar sem Vignir setti hann bara í hendurnar á mér áður en ég náði að mótmæla..hélt niðri í mér andanum svona frystu mínúturnar sem ég var með hann en þar sem hann gerir ekkert nema að sofa þá slapp þetta. Eru ekki margir aðrir hræddir við svona lítil börn??
en hafiði það gott
KV Raggan

3 Comments:

  • At 7:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    ég ætla ekki að hætta mér í að halda á honum fyrr en efir svona 6 mánuði, þá ætti hann að vera farin að þola smá krump...

     
  • At 12:35 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jú þetta er einmitt mjög eðlilegt Ragnheiður, sérstaklega svona tröllstór börn sem eru til alls vís, geta stokkið á mann og stórskaðað mann hehe :-)

     
  • At 7:26 AM, Blogger Sunna said…

    Nú heimta ég að þú farir að blogga um hverja hreyfingu þína þar sem að ég get ekki lengur haft þig undir stöðugu eftirliti!

     

Post a Comment

<< Home