ragga tagga

Monday, March 26, 2007

Óraunverulegt!

Lífsreynsla mín í morgun var frekar óraunveruleg!! Að sjá mann sagaðann í sundur og svo farið að krukka í hjartanu á honum, meðal annars verið að kreista á honum hjartað til að ná öllu súrefni úr því og stoppa það alveg til að skera í það...það er mjög óraunverulegt að horfa á!!! Svo var kallinn bara víraður saman og restin saumuð..þetta tók ekki nema frá kl 8 til 1. Lyktin sem fylgir þessu er fyrst eins og það sé verið að svíða kindahausa, þegar er verið að skera/brenna hann upp og svo er lykt sem líkist því þegar er verið að búa til slátur...hefði ekki reiknað með því að sveitin ætti eftir að vera svona ofarlega í huga þarna inni.
Hélt líka að það væri mun meira blóð og að mér þætti þetta ógeðslegt en ekki svona áhugavert, ég er greinilega annað hvort harðari af mér en ég hélt eða þá eitthvað rugluð í hausnum að finnast þetta ekki ógeðslegt.
En það var mikið gaman um helgina, rauðvín og ostar hjá Kristjönu og svo partý hjá Vilborgu á eftir, uppskrift að góðri skemmtun!
En hafiði það nú gott hroðlingar..skal reyna að hringja ekki í fólk í útlöndum bara til að spjalla :o/
Kv Raggan

5 Comments:

  • At 12:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Baaaaahahaha, ég alveg argaði af hlátri, svíða hausa og búa til slátur. By the way, ég les þetta blogg líka annað slagið.

     
  • At 5:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Stundum efast eg um ad tad se allt i lagi heima hja ter, en svo man eg ad eg a heima tar lika svo eg VEIT ad tad er ekki allt i lagi heima hja ter....
    En eg segi allt fint, sol og 17°c her, reyndar ekki buin ad sofa meira en 5 tima sidustu 2 solarhringa en tad sleppur...

     
  • At 5:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    Og ef þú ert ennþá í vafa Sunna þá er bara að hugsa um Þórarinn! leggur þig svo bara þegar þú ert komin á elliheimilið
    Raggan

     
  • At 5:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    Berglind
    Hlakka til að sjá þig á lau, þú átt líka pakka hjá mér ;) og btw þá held ég að það sé nær því að vera í lagi heima hjá Ragnheiði og Atla en hjá Sunnu og þórarni!!

     
  • At 12:35 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hvad er tetta eg og Thorarinn lifum tvi allra heilbrigdasta fjolskyldulifi sem ad heyrst hefur af! Fyrir utan kannski svona orfaar undantekningar....
    En annars er enn allt gott ad fretta, og eg er buin ad kaupa skylduflikina og svo keypti eg gjof handa ter i dag Berglind, ed kannski meira handa Trolla! En ja eg er i London, eintom gledi og hamingja tratt fyrir ta standreynd ad eg held ad eg neydist til ad feta i fotspor brodur mins og gleypa loft fram a vorid sokum blank heita!

     

Post a Comment

<< Home