ragga tagga

Wednesday, March 07, 2007

Ó borg mín borg

Ég er komin í borgina og ekki búin að týnast neitt stórvægilega sem mér finnst bara nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf!!
En ég fæ að kúra hjá henni Ingibjörgu sem er ekkert nema unaður og það tekur mig um 15 mín að labba í vinnuna og 5 mín að labba í Kringluna...sem getur við vara samt og eins og eina ágæt yngri systir mín sagði þá ætti ég að hlekkja mig við rúmið og láta Ingibjörgu gleypa lykilinn ef það brestur á skóútsala.
En mér líst bara ljómandi á þetta verknám, leiðbeinandi fínn og staðurinn líka þó að hann sé ógnarstór og frekar ópersónulegur...
Svo er það bara verkefni næstu daga að hitta á alla sem ég þekki hérna, sýna mig og sjá aðra
en hafiði það gott í bili
KV Raggan

1 Comments:

  • At 12:34 AM, Blogger Sunna said…

    Jæja, gott að sjá að þú ert farin að blogga, því að ég krefst þess að fá að vita allt um ferðir þínar! En já á nú að fara í það að setjast á alla þar sem þú þekkir í stórborginni! Múhahaha verði þeim að góðu!

     

Post a Comment

<< Home