ragga tagga

Thursday, June 29, 2006

Það verður ekki upp á mig logið....
Eins og einhverjir vita þá er ég búin að standa í stórræðum síðustu daga. Fór heim í sveitinina í fríinu mínu til að hafa það gott og ákvað að skella mér á hestbak með Þórarnir bróður. Allt gekk vel í fyrstu svo að það var ákveðið að ég ætti nú að fá aðeins betri hest en Hróa gamla...fékk Gumma jörp í staðinn. Hún rauk nú eitthvað með mig til að byrja með en svo var þetta nú allt farið að ganga vel....og alla vega þá endaði þetta með því að hún fældist aðeins hjá mér , ég datt af baki og þegar ég leit á löppina þá var hún í 90 gráðu horna eða meira!!!! vegna ósjálfráða viðbragað þá smellti ég henni sjálf til baka (hvort sem það var gáfulegt eða ekki) og lá svo bara og argaði á Þórarinn bróðir. En ég var borin úr mónum að norrkum vöskum mönnun og var svo að býða slatta á heilsugæslunni því alla sjúkravélarnar voru á Eskifirði. Þegar ég kom á Ak þá var komið í ljós að ég braut bæði beinin í leggnum, reif fullt á liðböndum og brjóski..síðast en ekki síðst þá var ég ekki í liðnum og beinið var alveg að fara í gegnum húðina...þannig að þessar ELSKUR skelltu mér í liðinn með brotna löppina!!!!!!!
En það er búið að skella nöglum og plötu og dóti í löppina og ég er komin heim!!
En ég vil svona í endann þakka öllum sem hjálpuðu mér í þessu og þá sérstaklega Þórarni bróður sem stóð sig eins og hetja!!!
KV Raggan

5 Comments:

  • At 2:39 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já það er alltaf saman heppnin í þér krúttið mitt.....
    Ég get og held þér félagskap eftir þetta úthald....
    Kreisti knús
    Sunna

     
  • At 2:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jesús góður.
    Farðu vel með þig og góðan bata.

     
  • At 5:05 PM, Anonymous Anonymous said…

    Elsku rúsínan mín.
    Vona að þú hafir það gott svona miðað við aðstæður...
    Verðurðu ekki bara á Gunnarsstöðum svo maður geti heimsótt þig?

     
  • At 1:23 PM, Anonymous Anonymous said…

    úff tessi lysing gerdi tad ad verkum ad ég fékk náladofa ad innan (kemur líka fyrir stundum tegar ég horfi á Brádavaktina)...látnu tér batna elskan! BTW samantektarhugmyndin var bara ansi gód....væri vel tegid;)

     
  • At 5:11 AM, Blogger Kristjana Páls said…

    Jesús Pétur og allir hinir lærisveinarnir..vá þetta er rosalegt! gangi þér vel að ná bata mín kæra og farðu vel með þig og drekktu mjólk, hún styrkir beinin;)

     

Post a Comment

<< Home