ragga tagga

Wednesday, January 18, 2006

Það gengur á ýmsu

Já það hefur gengið á ýmsu síðustu daga. Brjálað veður og svo mikil skítakuldi að við Eyja byðum frekar á Glerártorgi eftir að Atli væri búin að vinna frekar en að labba heim,, þó það taka ekki nema 5 mín! Svo hafa ættingjar verið að lenda í ýmsum skakkaföllum, misalvarlegum en það er þó allt saman á batavegi sem betur fer!!
Maður kíkti smá út um helgina, á Kaffi Ak, þrusu stuð. Ég er ekki enn búin að læra að hemja mig þegar ég er í essinu mínu, lá svo á að kíkja á einn strák sem ég var búin að heyra ýmislegt um að ég hljóp á stól...og er nú með þennan fína marblett á hnéinu ;(
En ég er með einræðisherrann í heimsókn núna, sem gerir reyndar ekkert annað en að snuðra og væla til skiptis. Áðan var svo furðulega löng þögn og ég fór að leita af honum, grunaði að hann væri annað hvort inní stofu eða svefnherberginu þar sem hann má ekki vera....en fann ekki neitt! Svo erftir smá stund sá ég að svefnherbergisgluggatjöldin hreyfðurst...haldiði að kvikindið hafi ekki verinn kominn upp í glugga!! Ég held að Begga sys hafi eitthvað ruglast og keypt í raun vælandi kött en ekki hund :)
en þori ekki annað en að fara að fylgjast með honum..
KV Ragga

Monday, January 09, 2006

Það er allt að skríða saman eftir prófin og hátíðarnar. Prófin gengu bara fínt, við Eyja náðum takmarkinu okkar, að vera í top 10 og er því stefnan á fínan mat á næstunni.
Jólin voru svo indisleg eins og alltaf þó ég hefði verið til í að vera aðeins lengur í sveitinni... Maður var svo bara hjá Önnu og Ragga á áramótunum og Nonni, Sigurbjörg, Steina, Tóti, Kári og Ísold voru þarna líka. Við fórum ekki á djammið fyrr en rúmlega 4, svo mikið var stuðið! Svo var auðvitað farið í vörutalningu, get ekki sagt annað en að ég sé dauðfegin að það er búið. Svo er skólinn byrjaður aftur, fórum í fyrsta tímann í nýjum iðjuþjálfaáfanga í dag og eigum að skila verkefni á miðvikudaginn og ójá við fáum ljósritið sem við þurfum að lesa fáum við á morgun....góð byrjun fyrir fyrsta verkefnið mitt í háskólanum. En nú er stefnan tekin á 2 þorrablót. Á Seyðisfirði 21 og heima 28, þannig að það er nóg að gera ;)
en byð að heilsa í bili
Ragnheiður.