ragga tagga

Wednesday, January 18, 2006

Það gengur á ýmsu

Já það hefur gengið á ýmsu síðustu daga. Brjálað veður og svo mikil skítakuldi að við Eyja byðum frekar á Glerártorgi eftir að Atli væri búin að vinna frekar en að labba heim,, þó það taka ekki nema 5 mín! Svo hafa ættingjar verið að lenda í ýmsum skakkaföllum, misalvarlegum en það er þó allt saman á batavegi sem betur fer!!
Maður kíkti smá út um helgina, á Kaffi Ak, þrusu stuð. Ég er ekki enn búin að læra að hemja mig þegar ég er í essinu mínu, lá svo á að kíkja á einn strák sem ég var búin að heyra ýmislegt um að ég hljóp á stól...og er nú með þennan fína marblett á hnéinu ;(
En ég er með einræðisherrann í heimsókn núna, sem gerir reyndar ekkert annað en að snuðra og væla til skiptis. Áðan var svo furðulega löng þögn og ég fór að leita af honum, grunaði að hann væri annað hvort inní stofu eða svefnherberginu þar sem hann má ekki vera....en fann ekki neitt! Svo erftir smá stund sá ég að svefnherbergisgluggatjöldin hreyfðurst...haldiði að kvikindið hafi ekki verinn kominn upp í glugga!! Ég held að Begga sys hafi eitthvað ruglast og keypt í raun vælandi kött en ekki hund :)
en þori ekki annað en að fara að fylgjast með honum..
KV Ragga

3 Comments:

  • At 5:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Einræðisherrann, er það hundurinn hennar Berglindar? Komið þið ekki annars heim á þorrablót þann 28.?

     
  • At 6:39 AM, Blogger raggatagga said…

    jú jú þad er rétt. ég og eyja stefnum á að koma, þú verður að vera skemmtilegur, hún er búin að heyra mikið af þér og er með mikilar væntingar!!!

     
  • At 8:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    Við Eyja höfum hisst nokkrum sinnum, er það ekki?

     

Post a Comment

<< Home