Það er allt að skríða saman eftir prófin og hátíðarnar. Prófin gengu bara fínt, við Eyja náðum takmarkinu okkar, að vera í top 10 og er því stefnan á fínan mat á næstunni.
Jólin voru svo indisleg eins og alltaf þó ég hefði verið til í að vera aðeins lengur í sveitinni... Maður var svo bara hjá Önnu og Ragga á áramótunum og Nonni, Sigurbjörg, Steina, Tóti, Kári og Ísold voru þarna líka. Við fórum ekki á djammið fyrr en rúmlega 4, svo mikið var stuðið! Svo var auðvitað farið í vörutalningu, get ekki sagt annað en að ég sé dauðfegin að það er búið. Svo er skólinn byrjaður aftur, fórum í fyrsta tímann í nýjum iðjuþjálfaáfanga í dag og eigum að skila verkefni á miðvikudaginn og ójá við fáum ljósritið sem við þurfum að lesa fáum við á morgun....góð byrjun fyrir fyrsta verkefnið mitt í háskólanum. En nú er stefnan tekin á 2 þorrablót. Á Seyðisfirði 21 og heima 28, þannig að það er nóg að gera ;)
en byð að heilsa í bili
Ragnheiður.
Jólin voru svo indisleg eins og alltaf þó ég hefði verið til í að vera aðeins lengur í sveitinni... Maður var svo bara hjá Önnu og Ragga á áramótunum og Nonni, Sigurbjörg, Steina, Tóti, Kári og Ísold voru þarna líka. Við fórum ekki á djammið fyrr en rúmlega 4, svo mikið var stuðið! Svo var auðvitað farið í vörutalningu, get ekki sagt annað en að ég sé dauðfegin að það er búið. Svo er skólinn byrjaður aftur, fórum í fyrsta tímann í nýjum iðjuþjálfaáfanga í dag og eigum að skila verkefni á miðvikudaginn og ójá við fáum ljósritið sem við þurfum að lesa fáum við á morgun....góð byrjun fyrir fyrsta verkefnið mitt í háskólanum. En nú er stefnan tekin á 2 þorrablót. Á Seyðisfirði 21 og heima 28, þannig að það er nóg að gera ;)
en byð að heilsa í bili
Ragnheiður.
3 Comments:
At 7:05 AM, Anonymous said…
Innilega til hamingju með að komast áfram. Vissi að þú gætir þetta (klapp á öxl).
Verst að hafa misst af ykkur skötuhjúunum hérna um helgina. Vonandi sér maður eitthvað af ykkur von bráðar.
At 11:20 AM, raggatagga said…
já þakka þér fyrir það! ég reikna með að þú verðir í eldhúsin með svuntu næst þegar ég kem..já eða með stríðsmálingu að búa til kokteila..þú mátt velja ;)
At 4:09 AM, Anonymous said…
Við skulum bara hafa það þannig að ég verð í eldhúsinu nakin en með svuntu og að sjálfsögðu með stríðsmálningu að búa til hina ýmsu kokteila handa þér.
Post a Comment
<< Home