ragga tagga

Saturday, October 15, 2005

Stærsti viðburður skólans er nú að baki, sprellmótið. Þetta var þrusu gaman, stemming í því að fara niður í bæ að syngja í náttfötunum. Verð að minnast á skemmtileg nöfn sem við vorum kölluð af hinum deildunum t.d desperate housewifes, appelsínuhlúð og lafandi brjóst...gaman af þessu. En við vorum ekki alveg að meika það út á Þelamörk, held að við höfum hreynlega ekki unnið eina einustu keppni en það skipti okkur ekki svo mikil máli :0) Áttum sérstaklega eftirminnilega framistöðu í reipitoginu, held að við höfum haldið á móti í svona 3 sek og þá enduðu allir á maganum og drógust eftir gólfinu og við sem vorum ekki að keppa vorum alveg að pissa á okkur úr hlátri! Fórum svo heim eftir Þelamörk og það var partý hjá mér. Fórum svo í sjallann um hláf 10 og við Eyja höfðum ákveðið að það væri synd að skipta um föt þegar maður var svona fínt uppdressaður fyrir þannig að við mættum í sjallann í náttfötunum með rúllurnar í hárinu, já takk! En þetta kvöld var gríðarlega skemmtilegt en maður var búin að vera svo lengi að að ég fór bara heim að sofa um 2 leitið. Maður frétti svo seinna að það hefði allt logað í slagsmálum þannig að það var bara ágætt að maður fór snemma heim.
Svo er ég bara búin að vera að rembast við að læra og já þá meina ég rembast, þetta er yfirgengilegt magn sem maður á að lesa og læra en ég geri mitt besta.
Er svo að fara á árshátíð samkauða á eftir og verð að fara að raka á mér lappirnar og svona svo ég verði hæf í þetta galaboð!
Byð að heilsa ykkur greyin mín.
Ragga

2 Comments:

  • At 11:38 PM, Blogger Katrín said…

    Hmmm... hvaða nutgaur var að kommenta...

    En slagsmál í Sjallanum er ekkert nýtt fyrir þér... er það?

     
  • At 3:07 AM, Blogger raggatagga said…

    nei en það er nýtt fyrir mér að slagsmálin voru eftir að ég var farin heim.... :)

     

Post a Comment

<< Home