ragga tagga

Tuesday, August 22, 2006

Búið að vera gaman..

...já það er svo sannarlega búið að vera gaman undanfarið.
> fór á Skálanes og þar er alltaf yndislegt að vera, Björk og aðrir góðir gestir kíktu á okkur þar ;)
> fór í sveitina í snillar-afmæli til Árna, hrillilega gaman þar sem grís og drottning kíktu við.
> löppin er öll að koma til, alveg að sleppa hækjunum!
> bara rúm vika þanngað til að við mæðgur förum út (ég, Sunna, Berglind og Mamma) og það á eftir að verða hrillilega gaman.
> skólinn alveg að byrja og þá hittir maður alla og skóla-djammið byrjar
En tvær góðar setningar sem sagðar voru við mig fyrir stuttu:
....vvváááá ertu svona gömul!!! (sagt af lítili stelpu þegar hún sá mig á hækjunum)
....ææii ástin mín...ertu svona fötluð!! (sagt af ekki svo ungri manneskju þegar hún sá mig á hækjunum)

En svo er það stóra spurningin, les kannski enginn þessa síðu??? miðað við kommentin þá held ég bara ekki :(

en allavega
KV Raggan

Tuesday, August 01, 2006

Bara 1 vika og 1 dagur eftir.

Og þá losna ég við þetta gifs. Þarf kannski að fá gögnugifs en ég vona að það sleppi nú, finnst vera alveg komið nóg af gifsi þetta sumarið.
En það var voðalega gaman úti og tónleikarnir vour geggjaðir, ekki nema 60 þús manns! Varð að vísu næstum 2 fyrir sporvagni en það herðir mann bara. Atla var líka frekar heitt að vera að ýta hjólastólnum í 35 stiga hita en það herðir hann bara líka ;) En það er alveg víst að fólkið þarna er mun tillitssamara en fólkið hérna heima, liðið kom hlaupandi þarna úti til að halda fyrir manni hurð og svona!
En svo vorum við í 30 afmælinu hans Axels í eyjum um helgina og það var alveg magnað. Fengum mjög gott veður á laugardeginum, fórum í geggjaða siglingu og snilldar grill um kvöldið. Fórum líka í útsýnisferð á rútu og löbbuðum smá um, pabbi greyið þurfti að bera mig smá...hann sem hélt að hann væri laus við það svona eftir að ég varð 10 ára...nei ó nei.
Ég skellti mér svo á tjúttið á hækjunum með liðinu og það var ein gellan þarna svona líka glöð að sjá mig að hún rauk á mig og kyssti mig, hef hvorki séð hana fyrir né síðar!!
En svo ætla ég að reyna að kíkja á seyðisfjörð þegar ég losna við gifsið, ég hef ekkert skilað mér þanngað síðan ég fór í 3 daga fríið í júní...
Og svo er það að sjálfsögðu stórafmælið í sveitinni 18 ágúst.
En hafiði það nú gott greyin mín
KV Raggan