Árshátíð og annar unaður
Árshátíðin var síðust helgi og mikil gleði og mikið stuð. Hátíðin sjálf var reyndar frekar langdregin og skemmtiatriðin vægast sagt ekki þau skemmtilegustu sem ég hef séð en félagsskapurinn bætti algerlega upp fyrir þetta. Björg var nálægt því að láta mig pissa í mig þegar hún var að lýsa tungastráknum ógurlega og sýna kyss-aðferðir.....
Svo var þrusupartý í Lions-húsinu að vanda þar sem talið var í stórglæsileg dansspor þó ég segi sjálf frá. Það sem eftir lifði nóttu var svo lagt sig allan fram við það að dansa af sér tærnar sem skilaði sér í ágætis árangri daginn eftir :/
1 árs afmæli fjölskylduprinsins var svo daginn eftir þannig að það kom ekki annað í mál en að skella upp nýju andliti og skella sér til Húsavíkur, hef nú verið hressari í afmæli en þetta slappa fyrir horn....ekki eins og hann eigi eftir að muna eftir þessu hvort sem er!
En við erum búinn með 2 áfanga og erum í heilu tveggja daga frí þar sem maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að læra, þvílíkur unaður!
Svo verður farið í sveitina um páskana og er gamla búin að skipuleggja beinagrindagerð og allt hvað eina....gott að einhver heldur utan um skipulagi ;)
En læt þetta duga í bili..
Já ein spurning, hvað þarf maður að vita með miklum fyrirvara hversu margir mæta í veislu? 1 viku? 5 vikur?....
KV Raggan
Svo var þrusupartý í Lions-húsinu að vanda þar sem talið var í stórglæsileg dansspor þó ég segi sjálf frá. Það sem eftir lifði nóttu var svo lagt sig allan fram við það að dansa af sér tærnar sem skilaði sér í ágætis árangri daginn eftir :/
1 árs afmæli fjölskylduprinsins var svo daginn eftir þannig að það kom ekki annað í mál en að skella upp nýju andliti og skella sér til Húsavíkur, hef nú verið hressari í afmæli en þetta slappa fyrir horn....ekki eins og hann eigi eftir að muna eftir þessu hvort sem er!
En við erum búinn með 2 áfanga og erum í heilu tveggja daga frí þar sem maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að læra, þvílíkur unaður!
Svo verður farið í sveitina um páskana og er gamla búin að skipuleggja beinagrindagerð og allt hvað eina....gott að einhver heldur utan um skipulagi ;)
En læt þetta duga í bili..
Já ein spurning, hvað þarf maður að vita með miklum fyrirvara hversu margir mæta í veislu? 1 viku? 5 vikur?....
KV Raggan