ragga tagga

Thursday, July 13, 2006

2 vikur búnar, 4 eftir.

Já núna er ég búin að vera 2 vikur í gifsi og á 4 eftir..ekki nema. Fór í skoðun í gær og þá var verið að taka saumana og svona. Verð að viðurkenna að það koma mér svolítið á óvart að þetta leit ekki alveg eins út og mig minnti...var greinilega á meiri verkjalyfjum en ég hélt síðast. En þetta gekk allt saman bara nokkuð vel.
En ég er búin að sérhæfa mig í andlegum stuðning. T.d að lesa upp úr mogganum á meðan það er verið að gera matinn, segja góðar sögur á meðan það er verið að vaska upp og fram eftir götunum...þannig að ef einhvern vanntar andlegan stuðning þá er bara að hafa samband og ég athuga í dagbókina hvort ég get komið því fyrir í mína mjög svo þétt skipuðu dagskrá!
En ég er að fara út á sunnudaginn og verð í viku, ekki slæmt að ferðast yfir nokkur lönd á hækjum og hjólastól til skiptis, viss um að það á t.d. eftir að vera mjög lærdómsríkt að vera svona mikið í hjólastól!
En hafiði það nú gott gullin mín og ekki vera feimin við að kíkja á kripplinginn.
KV Raggan