ragga tagga

Friday, October 13, 2006

Sprellmót...

.. og allt hvað eins er yfirstaðið núna. Sprellið var snilld eins og ver ber, við vorum púkar í þetta skiptið og gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina (jahh allavega þessa um búningana). Veit ekki alveg hvernig við stóðum okkur í hinum greinuna en allavega nóg vel til þess að lenda í örðusæti yfir allt mótið. Í þetta sinn mátti ekki drekka inn í húsinu sem var ó góðu lagi því þá var það ekki ógeðslegt eins og alltaf...en það varð að vísu til þess að öllu var þá bara skellt í sig í rútunni á leiðinni heim...sem gerði það að verkum að okkur Eyju fannst það geggjað góð hugmyndi að fara að "baka" þegar við komum heim og urðum þá auðvitað að fá lánaðan sykur hjá nágrananum!!! en kvöldið í sjallanum var líka mjög skemmtilegt...missti að vísu af söngvakeppninni því ég var svo mikið að spjalla en það gerir ekkert til...
Svo er maður bara orðin frægur líka.....
Reyndar bara út af því að Gréta var með útvarpsþátt og fékk engann annan úr Eir til að tala við sig...en ég held að þetta hafi sloppið fyrir horn hjá mér..en ég er nokkuð viss um að Gréta biður mig ekki aftur ..hún var ekki alveg sátt þegar ég hrósaðir henni fyrir fugladansinn góða....henni var nær að neyða mig í þetta viðtal!!!!
En það eru enginn takmörk fyrir því hvað ég er mannglögg....
var að koma heim um daginn og sé hjón labba niður götuna og finnst ég kannast svo við kallinn..svo heilsar hann konu sem býr ská á móti mér voðalega kammó og þá fatta ég að þetta er bæjarstjórinn...svo þegar hann kemur að mér þá heilsar hann mér líka svona kammó...og ég hugsa auðvitað með sjálfri mér...já já reyndu bara að sleikja mig upp..ég má ekki einu sinni kjósa hérna bjáninn þinn....svo labba ég aðeins lengra og sé þá að hjónin labba upp tröppurnar í húsinu við hliðina á.......og þá kveiknar á perunni...já þetta eru hjónin sem búa við hliðina á mér!!!!! við erum að tala um að ég sé þetta fólk oft í viku....verð að fara að láta athuga kollinn á mér..
en ætla að fara að gera eitthvað gáfulega...
og markmið þetta helgina er að reyna að forðast áfengi...maður verður að taka pásu einhvern tímann..
KV Raggan

2 Comments:

  • At 5:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    þú litla dýr þarna... já, það er sko næsta víst að þú kemur ekki aftur í viðtal hjá mér.... en uhhh, bæjarstjórinn býr samt ekkert við hliðina á þér...
    Gréta

     
  • At 7:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    þú verður að flokkast sem sá allra slakasti bloggari sem að ég þekkji rottuhali.....

     

Post a Comment

<< Home