ragga tagga

Saturday, May 26, 2007

Menningarleg..eða sorgleg?

já ég er alltaf svo dugleg við að blogga....mikið og margt búið að gerast síðan síðast var skrifað og nenni ég nú ekki að telja það allt upp en svona það helst er:
> Próf, og þeim öllum náð =vúhú
> Hressilegt djamm á fimmtudegi en það hefur ekki gerst í langan tíma!
> Alvöru próflokadjammið en mín og mínar svo þreyttar að þær fóru bara snemma heim!
> RISA-kokteilakvöldið (kosningarkvöldið) dressað sig upp og drukkið risakokteila með öllu tilheyrandi!! þetta kvöld var ekkert nema unaður!!
> Fötin vagumpökkuð og dryfið sig heim í sveitina
> Sauðburður í viku með fylgjandi sveitailm og gleði....ok viðurkenni það líka pirringur á köflum
> Seyðisfjörður á gleði-grána
> Byrðjuð að vinna og flestir, allavega starfsmenn muna eftir mér og þarf af helmingurinn sem stelpuna sem brotnaði.....
> Búin að fara á skálanesið og ætla oft aftur!!!
Já þetta er svona það helsta...ég bý ein eins og er í fínni íbúð en svo ætlar hún Sunna mín að koma og búa hjá mér og vinna með mér...verður heldur betur stuð á kellum!!!
En núna er Eyja og co á Ak og þar með eru enginn í bænum sem ég þekki eitthvað að ráði...þá gerist Ragnheiður bara menningarleg og fer ein á keffihús og skoðar póstinn sinn og fær sér kaffibolla á meðan...líður eins og ég sé í útlöndum..skondið að hafa þá tilfinningu á Íslandi...
En það er stór stofan sem ég/við erum með í botnahlíðinni og öllum (sem ég þekki!!) er velkomið að koma og kíkja í lengri eða styttri heimsókn!!
Jæja reyndið nú að haga ykkur skikkanlega
Kannski ég fari í íbúðina og taka almennilega upp úr töskunum...það hefur ekki komist í verk ennþá...
Ta Ta
Raggan

2 Comments:

  • At 7:18 AM, Blogger Katrín said…

    Pláss fyrir mig í sumar takk ;) Veit ekki alveg hvenær ég verð á ferðinni en ég læt þig vita í tíma ;)

    Hafðu það annars gott í menningarbænum á Seyðis;)

     
  • At 11:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    gott þú drattast til að blogga :) passaðu nú uppá sjálfa þig... gerðu þetta að "brot-lausu-sumri"

    :)
    kveðja frá köben
    auður

     

Post a Comment

<< Home