Jæja maður berst við að halda geðheilsunni þessa dagana og það er allt annað en létt verk. Ég er búin að uppgvöta nýtt pinntingartæki, já og þetta pinntignartæki kallast Clausus eða Klásus eða hvernig sem þið viljið hafa þetta skrifað. Þetta er allt annað en mannúðleg aðferð til flokka fólk og stuðlar bara að vondum anda of stressi! Bekkurinn minn er að vísu voðalega góður, allir vinir og svona en samt hundleiðinlegt að hafa það hangandi yfir hausnum á sér að kannski kemst ég ekki inni af því að hún kemst ekki eða kannski kemst hún ekki inn af því að ég komst inn.....En ég var víst búin að lísa yfir að ef ég kæmist ekki áfram þá ætlaði ég að hitta Sigfús og Frosta um áramótin og klára með þeim heimsreisuna, ekki amalegt það. Held að það væri gáfulegast að pannta bara miðan núna og fara bara úr þessu stressi, hætta að kvelja sjálfan sig svona..en ég verð alla vega guðslifandi fegin þegar þessi próf eru búin hvort sem ég kemst inn eða ekki (betra að komst inn samt) og það sem versta er að ÞAU ERU EKKI EINU SINNI BYRJUÐ og ég er að missa mig!! en fyrst er 6 og síðasta 16.
Sendið mér nú allar þær jákvæðujónir (sem ég var að læra að eru katjónir) sem þið hafið aflögu þvi ekki veitir af...
Ragga
Sendið mér nú allar þær jákvæðujónir (sem ég var að læra að eru katjónir) sem þið hafið aflögu þvi ekki veitir af...
Ragga
2 Comments:
At 11:27 PM, Anonymous said…
Þú mátt fá allar mínar, er búin að senda þær af stað þar sem ég fer ekki í nein próf, hehe. Er að klára síðustu greinina mína í blaðið svo ætla ég bara að fara að baka ;) :) ;)
Gréta
At 7:59 PM, Anonymous said…
Hæ pæ :o)
**hérna koma góðir lærustraumar**
Langaði bara að kasta á þig kveðju.. Gangi þér vel í prófunum..
inga kristín
Post a Comment
<< Home