ragga tagga

Thursday, September 22, 2005

Það er komið að því.

já það er komið að því, maður er komin með netið heim og það þráðlaus í þokkabót. Núna verður mikil beturbót á þessu bloggi, mun skárra að blogga heldur en að læra heima :)
En það er allt það besta að frétta af mér og mínum svo ég best veit. Skellti mér í réttir um síðustu helgi, mikið fjör og mikið gaman, ætlaði ekki að trúa því að það eru 2 ár síðan maður var í réttum síðan þar sem ég var í NY þegar réttirnar voru í fyrra. Eyja, stelpa sem er með mér í iðjunni skellti sér með mér, vona að hún hafi ekki hlotið varanlegan skaða af..
En það var rifið sig upp eldsnemma, troðið í sig morgunmat, farið í sem allra flottustu útifötin (sokkana að sjálfsöguð utanyfir) og þrammað af stað upp í dalagirðingu. Eitthvað var skóbúnaðurinn ekki alveg nógu góður og varð því að stikla á steinum yfir part af ánni og henda/sveifla krökkunum yfir, en svo var hinn helmingurinn á þessari voðalegu á svo stór að það varð að ferja okkur á endanum yfir á hesti og ekki voru aðfarirnar þar nokkru betri en þagar við vorum að henda barninu. En það var slatti af sauðfé í þetta skiptið og við komum þessu ekki einu sinni öllu inní réttina. En þetta var allt saman mjög gaman og maður náði sér í nokkra myndarlega marbletti. Um kvöldið var svo farið í slaksmála-sundið árlega og ég er ekki frá því að þetta hafi verið met mæting. Svo var farið heim og fenngið sér viskíköku, já við troðum áfengi allsstaðar þar sem við mögulega getum! en svo kíktum við aðeins í heimsókn til Árna D.
Verð nú að viðurkenna að þessi afmælisdagur var frekar ólíkur þeim síðasta..þá fór ég á brimbretti í fyrstaskiptið, sólbranna og varð svona líka vel frekknótt, fór síðan út að borða í endingum og þrumuveðri en samt bara á pilsi og hlírabol (sannfærð um að ég myndi fá eldingu í mig og drepast þar sem ég hélt á regnhlíf og var lang hæðst) hittum svo með fynndnari mönnum sem ég hef talað við og enduðum á loðna klámmynda-líka staðnum.
Já maður fer bara að hugsa um hvað kemur næst :)
Nenni ekki að skrifa meira í bili, en lofa að ég læt heyra fljótlega í mér.
KV Ragga

2 Comments:

  • At 8:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Mikið er ég fegin að þú ert farin að blogga aftur, það er þá hægt að fylgjast með þér stelpa.

     
  • At 1:47 PM, Blogger Eva Þórarinsdóttir said…

    Já hjartanlega sammala..þetta hefði ekki getað verið snilldar afmælisdagur.. já hver veit hvað gerist næst...Hafðu það gott í snjónum ;)

     

Post a Comment

<< Home