ragga tagga

Sunday, February 06, 2005

Jú jú

Ég viðurkenni að ég á ekki annað en skammir skilið fyrir framistöðu mína hérna. Allt gott að frétta nema að ég er veikkkkkkkkkkkk ó mig auma!! Komin með mína árlegu ofur hásbólgu. En ég og mínir skelltum okkur í sveitina um daginn og á þorrablót sem var gargandi snilld eins og alltaf. Alltaf gott að koma heim í sveitina og þá sér í lagi núna eftir að uppþvottavélin er komin í gagnið. En þetta er fyrsta þorrablótið sem við öll fjölskyldan fórum á öll saman, Þórarinn var að vísu að þjóna til borða en gat sam dansað við okkur á eftir. Ég er viss um að honum fannst mjög gaman að eiga 3 systur og mömmu sína sem allar vildu fá að dansa við hann!! Gömlu og Begga sys stungu svo bara af ( svona er þetta gamla lið) og pabbi bað mig bara að koma með systkinin mín með mér heim, og já kannski að ég væri til í að kippa bróður hans með líka fyrst ég væri nú að þessu á annað borð. Allir komumst heim á endanum og ég er líka nokkuð viss um að allir skemmtu sér vel. Svo fór maður bara heim á sun og byrjaði aftur að vinna á mán. Þannig að lífið gengur bara sinn vanagang. Maður er bara komin í ábyrgðar stöðu í vinnunni núna þarf að pannta dót inn og allt saman, þannig að ef þið komið í búðina og það eru ekki til neinir CD eða DVD þá hef ég eitthvað gleymt mér....
byð bara að heilsa ykkur öllum gullin mín og ætla að reyna að fara að koma netinu heim til mín svo að ég komist nú á netið reglulega
ást til allra

3 Comments:

  • At 4:49 PM, Blogger Eva Þórarinsdóttir said…

    Blessuð skvís hvað er að frétta af þér ;) þú verður nú að fara að skrifa fréttir af þér kona er nú búin að standa mig aðeins betur hihi.. en allt gott að frétta.. Bið að heilsa

     
  • At 3:33 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Ragnheiður. Ég hef nú ekki verið fræg fyrir að blögga mikið en þú slærð öll met. Þú ert hér með kosin latasti blöggarinn á landinu!

     
  • At 2:38 PM, Blogger Katrín said…

    Ég er sammála síðasta ræðumanni, þú ert einn sá allatasti bloggari sem ég þekki!

     

Post a Comment

<< Home