ragga tagga

Wednesday, September 08, 2004

Þetta er allt að bresta á

jæja þá er þetta allt að koma. Ég er komin til Reykjarvíkur, kom meira að segja í gær. Fékk að vísu nett sjokk um 2 leitið í gær þegar ég áttaði mig á því að 8 sept var miðvikudagur en ekki fimmtudagur eins og ég hélt, var sumsé að fara út daginn eftir en ekki eftir tvo daga!! Og mín var auðvitað bara ennþá saliróleg í sveitinni. Þetta reddaðist nú allt saman því að mamma og pabbi voru hvort sem er að fara að ná í Sunnu upp i Möðrudal þannig að þau skutluðu mér bara í veg fyrir hopp á EG í leiðinni. Kata kom svo og náði í mig labbandi á völlinn. Þóra frænka kom svo til okkar og við fengum okkur bjór og pizzu ummm. Vaknaði svo á svona 10 mín fresti í morgun alveg að farast úr spenningi. Kata er alveg orðin veik að fara út núna og ég held að ég verði að tékka ofaní bakpokann á eftir til að athuga hvort að hún hafi nokkuð troðið sér þar, já eða þá að ég get bara reynt að lyfta honum og ef ég get það EKKI þá veit ég hvar Kata er!! Eva ætlar svo að ná í mig eitthvað yfir 11 og þá förum við eitthvað og svo svona rétt eftir hádegi held ég þá förum við bara að renna á völlinn, betra að vera tímanlega í þessu. En ég er alveg að trillast úr spenningi og get ekki skrifað lengur, svo verð ég líka að fara að reyna að finna eitthvað ætilegt í þessu eldhúsi hjá stelpunni. Næsta blogg verður svo trúlega í fjarlægu og á efa hættulegu landi fyrir svona sveitastelpu eins og mig, annað hvort New York eða bara Costa Rica vúhú. Farið vel með ykkur og reynið nú að sakna mín smá meðan ég er úti ;)

1 Comments:

  • At 6:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe á ekki aftir að sakna þín neitt, er að spá í að halda bara partý múhahaha, neinei spaug á öruglega eftir að sakna þín :o) en hafðu það nú allavega gott í útlandinu og passaðu þig á eiturlyfjunum :o) Arnór

     

Post a Comment

<< Home